Fréttir
Fréttir af Creditinfo

Creditinfo hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023

13.10.2023

Creditinfo er á meðal þeirra 89 fyrirtækja og opinberu aðila sem hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar árið 2023. Hana hljóta þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi í a.m.k. 40/60. Viðurkenningin er veitt árlega frá Félagi kvenna í atvinnulífinu (FKA).

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni unnið í samstarfi með Creditinfo, Deloitte, forsætisráðuneytinu, Pipar\TBWA, RÚV, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá.. Tilgangur verkefnisins er m.a. að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.

Nýtt mælaborð Jafnvægisvogarinnar var kynnt samhliða ráðstefnu og viðurkenningarathöfn Jafnvægisvogarinnar sem haldin var í gær, 12 október. Mælaborðið var unnið af Deloitte út frá gögnum frá Creditinfo, GemmaQ og háskólasamfélaginu.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Þú hefur verið skráður í fréttabréf hjá Creditinfo
Oops! Something went wrong while submitting the form.