No items found.

Er komið að framkvæmdum?

18.3.2019

Húsfélög eru nú í betur stakk búin til að taka upplýsta ákvörðun um val á verktaka

Þegar framkvæmdir standa fyrir dyrum hjá húsfélaginu geta traustar upplýsingar og staðreyndir um verktaka og framkvæmdaraðila skipt miklu máli fyrir farsæl viðskipti og örugg verklok.

Með því að kanna lánshæfismat þeirra fyrirtækja sem húsfélagið fær tilboð hjá í verkið fæst góð vísbending um getu þeirra til að standa við skuldbindingar sínar.

Samkvæmt greiningu Creditinfo eru 15% iðnaðarmanna með veltu undir 15 milljónum á ári á vanskilaskrá og um 7% þeirra geta talist áhættusöm eða með lánshæfismat á bilinu 7-10. Eins og sést á myndinni hér fyrir ofan eru flestir iðnaðarmenn með stöðugan rekstur og eiga litla hættu á að fara í vanskil.

Það getur verið dýrt að velja aðila til verksins sem reynist ekki hæfur til að standa undir eigin rekstri. Stórar fjárhæðir sem lagðar eru til verksins gætu tapast og húsfélagið staðið uppi með hálfklárað verk. Með því að velja framkvæmdaraðila með gott lánshæfismat dregur húsfélagið úr áhættunni á vanefndum og styrkir sína stöðu.

NÝTTU ÞÉR LÁNSHÆFISMATIÐ

Lánshæfismat Creditinfo er birt á skalanum einn til tíu og mælir líkurnar á því að fyrirtæki fari í vanskil á næstu tólf mánuðum. Fyrirtæki í flokki eitt eru líklegust til að standa við skuldbindingar og þau í flokki tíu eru ólíklegust til þess.

Hægt er að fletta upp lánshæfismati tiltekins fyrirtækis eða lögaðila og byggja þannig ákvörðun um viðskipti á traustum upplýsingum í stað þess að reiða sig á sögusagnir eða tilfinningu.

Kynntu þér lánshæfismatið og þjónustu Creditinfo á creditinfo.is

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna