No items found.

Færri ársreikningum skilað milli ára

6.9.2022

Alls hefur 21.440 ársreikningum verið skilað til ársreikningaskrár fyrir reikningsárið 2021. Á sama tíma í fyrra var 23.263 ársreikningum skilað til ársreikningaskrár. Þetta eru því 8% færri ársreikningar en árið áður. Þetta kemur fram í nýjustu gögnum frá RSK sem Creditinfo hefur tekið saman.

Á grafinu hér fyrir ofan sést samanburður á uppsöfnuðum skilum á ársreikningum fyrir reikningsárið 2020 og reikningsárið 2021. Framan af ári fylgdu skilin í ár sambærilegum takti en frá og með ágústmánuði er greinilegt að bilið breikkaði umtalsvert.

Samkvæmt lögum um ársreikninga ber félögum að skila ársreikningi eigi síðar en átta mánuðum eftir lok reikningsárs. Þar sem flest félög hafa uppgjörstímabil frá janúar til desember er skilafresturinn í flestum tilvikum 31. ágúst á hverju ári. Skili félög ekki innan þess tímaramma þurfa þau að greiða sekt að upphæð 600.000 krónum.

Eitt af skilyrðum fyrir því að fyrirtæki geti talist á meðal Framúrskarandi fyrirtækja árið 2022 er að skila ársreikningi á réttum tíma. Í október verður listinn gerður opinber með athöfn í Hörpu og veglegu sérblaði sem fylgir Morgunblaðinu.

Fjallað var um málið í Morgunblaðinu sem kom út 6. september 2022:

Er þitt fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki árið 2022? Smelltu hér til að kaupa vottun þess efnis.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna