No items found.

Fátítt að fólk eigi sæti í fleiri en tveimur stjórnum

17.3.2021

Ekki er útlit fyrir að ofseta í stjórnum (e. over-boarding) sé vandamál í íslensku viðskiptalífi. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Creditinfo sem unnin var fyrir Markaðinn, fylgirit Fréttablaðsins. Í frétt Markaðarins sem kom út í morgun er haft eftir Gunnari Gunnarssyni, forstöðumanni greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo, að fáttítt sé að fólk eigi sæti í fleiri en tveimur stjórnum og að nánast enginn sé í stjórnum fleiri fyrirtækja en fimm.

Í greiningu Creditinfo voru skoðuð 300 tekjuhæstu fyrirtæki landsins miðað við ársreikninga fyrir reikningsárið 2019. Um er að ræða 1.050 stjórnarsæti og um 800 mismunandi einstaklinga. Mikill meirihluti stjórnarfólks, eða um 80%, situr einungis í stjórn eins fyrirtækis. 14% sitja í stjórnum tveggja fyrirtækja og aðeins 1% situr í stjórnum fimm eða sex fyrirtækja. Hægt er að sjá nánara niðurbrot í töflunni hér fyrir neðan.

Fjöldi stjórna sem einstaklingur situr íHlutfall karlaHlutfall kvenna179%82%214%13%33%2%42%2%51%1%61%0%Heild100%100%

Ekki má telja mikinn mun á milli kynja þegar kemur að fjölda einstaklinga sem sitja í stjórnum fleiri fyrirtækja en einu. Þó má sjá á töflunni hér fyrir ofan að hærra hlutfall karla á stjórnarsæti í fleiri fyrirtækjum en einu. Ljóst er þó að af 300 tekjuhæstu fyrirtækjum landsins eru karlar greinilega í meirihluta. Af þeim 804 einstaklingum sem eiga stjórnarsetu í 300 tekjuhæstu fyrirtækjum landsins eru um 65% karlar og um 35% konur en aðeins einn einstaklingur hefur annað kyn tilgreint.

KynFjöldi einstaklingaHlutfallKarl51964,6%Kona28435,3%Annað10,1%Heild804100,0%

Séu tölur um aldur stjórnarmanna á meðal 300 tekjuhæstu félaga landsins skoðaðar sést að meðalaldur karla í stjórnum er um 55 ár á meðan meðalaldur kvenna er 52 ár. Á myndritinu hér fyrir neðan sést síðan nánara niðurbrot á aldursdreifingu stjórnarmeðlima eftir kyni.

Fjallað var um greiningu Creditinfo á stjórnarmeðlimum íslenskra fyrirtækja í Markaðnum, 17. mars 2021.

Með aðgangi að stærsta safni viðskiptaupplýsinga á Íslandi tekur þú markvissari ákvarðanir í viðskiptum. Kynntu þér áskriftarleiðirnar sem standa til boða hjá Creditinfo.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna