No items found.

Framúrskarandi sjálfbærni í rekstri

22.9.2021

Um árabil hefur Creditinfo veitt Framúrskarandi fyrirtækjum sérstaka viðurkenningu fyrir samfélagslega ábyrgð í rekstri. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því að framúrskarandi rekstur felur í sér að fyrirtæki hafi jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið sem þau starfa í og hámarki þannig fjárhagslegan árangur sinn.

Í ár verður sú nýbreytni að forsvarsmenn allra Framúrskarandi fyrirtækja 2021 eru beðnir um að svara stuttum spurningalista um sjálfbærni. Öll íslensk fyrirtæki geta svarað spurningalistanum en aðeins þau Framúrskarandi fyrirtæki sem svara spurningakönnuninni eiga kost á verðlaunum fyrir Framúrskarandi samfélagsábyrgð árið 2021.

Stjórnendur og prókúruhafar íslenskra fyrirtækja geta svarað sjálfbærnispurningum með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan:

Svara sjálfbærnispurningum

Um spurningalistann

Spurningarnar skiptast í þrjá flokka: Umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti fyrirtækja. Spurningunum er ætlað að ná góðri mynd af því hvernig fyrirtæki haga að sjálfbærni í sínum rekstri. Hægt er að hengja við spurningalistann vottunum, sjálfbærniskýrslum, janfréttisstefnu, umhverfisstefnu eða önnur skjöl sem sýna fram á að fyrirtækið hugi vel að samfélagslegri ábyrgð. Spurningarnar eru eftirfarandi:

Umhverfismál:

  1. Hefur fyrirtækið sett sér umhverfisstefnu eða áætlun/markmið í umhverfismálum?
  2. Hefur félagið fengið vottun í umhverfismálum?

Félagslegir þættir:

  1. Uppfyllir fyrirtækið ákvæði laga um kjarasamninga og réttindi starfsfólks?
  2. Er fyrirtækið með jafnlaunastefnu eða markmið þess efnis?
  3. Hversu mörg stöðugildi er fyrirtækið með á ársrgrundvelli?
  4. Hvert er kynjahlutfall í framkvæmdastjórn?
  5. Hver er kynjasamsetning starfsmanna innan fyrirtækisins?

Stjórnarhættir:

  1. Hefur fyrirtækið sett sér siðareglur?
  2. Hefur fyrirtækið sett sér sjálfbærnistefnu og birtir hana opinberlega?
  3. Sætir fyrirtækið opinberri rannsókn vegna starfsemi fyrirtækisins?
  4. Hefur stjórn fyrirtækisins sett sér stefnu varðandi góða stjórnarhætti?
  5. Hefur fyrirtækið sett sér formlega stefnu hvað varðar kröfur um sjálfbærni og/eða samfélagslega ábyrgð birgja (e. supplier code of conduct)?

Er þitt fyrirtæki Framúrskarandi? Kynntu þér skilyrðin hér.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna