Fréttir af Creditinfo
Fréttir
Fyrirtækjaupplýsingar

Fyrirtækjagögn frá Skattinum gjaldfrjáls á þjónustuvef Creditinfo

25.6.2024

Við viljum vekja athygli viðskiptavina á því að vegna nýlegra breytinga á reglugerð um gjaldtöku fyrirtækjaupplýsinga verður gjaldskrá Creditinfo uppfærð um mánaðarmótin. Stærsta breytingin snýr að því að gildandi skráning fyrirtækja verður aðgengileg gjaldfrjáls á þjónustuvef Creditinfo. Vörur sem hafa nýtt gildandi skráningu lækka einnig í verði. Nánari upplýsingar um verðbreytingarnar eru að finna neðst í þessum pósti.

Dýpri sýn á stöðu viðskiptavina


Creditinfo býr yfir stærsta safni viðskiptaupplýsinga á Íslandi og aðstoðar fjölmörg fyrirtæki daglega við mat á viðskiptavinum.  Á þjónustuvef Creditinfo geta áskrifendur fengið djúpa sýn á stöðu viðskiptavina. Til viðbótar við gildandi skráningu þar sem upplýsingar um stjórnarmenn, stjórnendur og prókúruhafa fyrirtækis eru aðgengilegar, geta áskrifendur séð með greinargóðum hætti hvaða breytingar hafa orðið á högum fyrirtækis, skoðað eldri skráningu fyrirtækis og aflað upplýsinga um tengsl einstaklinga við félög. Með því að fletta upp skýrslu um Endanlega eigendur fyrirtækja opnast skýr mynd af því hvaða einstaklingar og/eða fyrirtæki eru raunverulegur eigendur. Skýrslan sýnir með myndrænum hætti hvernig eignarhaldið skiptist og hægt er að stækka eða minnka myndina eftir því hvaða eignarhlut þú vilt miða við.  Til að fylgjast enn betur með breytingum á högum viðskiptavina er svo hægt að styðjast við Fyrirtækjavakt Creditinfo. Fyrirtækjavaktin gerir þér kleift að fylgjast með breytingum sem eiga sér stað á upplýsingum um tiltekin fyrirtæki, t.d. skil á nýjum ársreikningi, breytingar á stjórn félags eða breytingar á eignarhaldi. Fyrirtækjavaktin er gjaldfrjáls fyrir áskrifendur Creditinfo.

Hvað er vaktað í Fyrirtækjavaktinni?


Fyrirtækjavaktin vaktar allar helstu breytingar sem verða á högum fyrirtækis. Hér eru dæmi um breytingar sem sem Fyrirtækjavaktin vaktar:

  • Nýr ársreikningur
  • Breyting á endanlegum eigendum ef eignahlutur fer undir eða yfir 25% í viðkomandi félagi
  • Breytingar á raunverulegum eigendum skv. RSK
  • Breytingar á stjórn
  • Breytingar á framkvæmdastjórn
  • Breyting á nafni fyrirtækis
  • Breyting á lögheimili
  • Breytingar á eignarhaldi
  • Nýr eignarhlutur fyrirtækis
  • Breytingar á prókúru
  • Breytingar á ISAT-flokki
  • Athugasemdir við skráningu í hlutafélagaskrá

Ný verð á fyrirtækjaupplýsingum í Verðskrá:

Hlutafélagaskrá, Gildandi skráning: 0 kr.

Hlutafélagaskrá, eldri skráning: 195 kr.

Hlutafélagaskrá, samanburðarskýrsla: 570 kr.

Félagaþátttaka: 850 kr.

Tengsl stjórnenda: 2.220 kr.

Áreiðanleikaskýrsla: 2.630 kr.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Þú hefur verið skráður í fréttabréf hjá Creditinfo
Oops! Something went wrong while submitting the form.