No items found.

Hvað er lánshæfismat einstaklinga?

28.8.2018

Lánshæfismat einstaklinga er notað til að meta lánshæfi og líkur á að þú standir í skilum þegar þú sækir um lán (t.d. húsnæðis- eða bílalán). Fyrirtæki sem þú stofnar til reikningsviðskipta hjá geta líka nýtt lánshæfismatið þitt og jafnvel vaktað breytingar á því til að meta hversu traustur lánsaðili þú ert. Lánveitendum er skylt samkvæmt lögum að framkvæma lánshæfismat áður en lánað er. Lánshæfismatið segir hins vegar ekki til um hve mikið þú getur greitt af láni - til þess þarf greiðslumat.

Á Mitt Creditinfo hefur þú meðal annars aðgang að lánshæfismatinu þínu, upplýsingum um hvaða þættir hafa áhrif á matið og getur séð hvort aðilar sem þú átt í viðskiptum við séu að vakta breytingar á þinni stöðu.

Allir einstaklingar 18 ára og eldri með íslenska kennitölu geta skoðað lánshæfismat sitt á Mitt Creditinfo. Hægt er að fá lykilorð sent í heimabanka eða nota rafræn skilríki.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna