No items found.

Hvað gera Framúrskarandi fyrirtæki?

14.11.2019

Aðeins um 2% íslenskra fyrirtækja náðu þeim árangri aðkomast á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2019. Framúrskarandifyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstursinn á sterkum stoðum og efla hag allra.

Fyrirtæki sem hljóta útnefninguna Framúrskarandi fyrirtæki geta keypt vottun þess efnis sem hægt er að nýta með margvíslegum hætti. Hægt er að nota Framúrskarandi merkin, sem koma í nokkrum útgáfum á íslensku og ensku, í markaðs- og kynningarefni auk þess sem hægt er að nýta vottunina til að styrkja viðskiptasambönd og efla starfsanda.

Þau fyrirtæki sem kaupa vottun þess efnis að þau eru Framúrskarandi geta notað vottunina og það sem í henni felst með fjölbreyttum hætti:

Auglýsa góðan árangur

Það er fagnaðarefni að ná framúrskarandi árangri í rekstri og það getur styrkt orðspor fyrirtækja að vekja athygli á því í kynningarefni.

Hægt er að nota merki viðurkenningarinnar í auglýsingum eðajafnvel að auglýsa það sérstaklega að fyrirtækið sé á lista yfir Framúrskarandifyrirtæki.

Starfsfólk Framúrskarandi fyrirtækja notar einnig merki vottunarinnar í undirskriftum tölvupósta og jafnvel í áletrunum á reikninga.

Styrkir stöðu í útboðum og tilboðsgerð

Framúrskarandi fyrirtæki hafa sterka stöðu í samkeppnisrekstri og því getur reynst farsælt að vekja athygli á framúrskarandi árangri í þátttöku í útboðum eða í almennri tilboðsgerð. Framúrskarandi fyrirtæki hafa látið staðfestingarskjal fylgja með í útboðsgögnum og látið Framúrskarandi merki fylgja með í tilboðum til fyrirtækja til að leggja áherslu á traustan og öruggan rekstur. Sjá sýnishorn af staðfestingarskjali.

Viðurkenning fyrir starfsfólk

Vottunin er ekki síst til að fagna góðum árangri innanhús og að starfsfólk finni fyrir því að þeirra framlag skilar sér í góðum árangri fyrirtækisins. Viðurkenningaskjalið sem fylgir vottuninni sómir sér vel á kaffistofunni og er góður hvati fyrir starfsfólk til frekari dáða.

Merki um stöðugan rekstur í starfsauglýsingum

Mörg fyrirtæki nýta merki vottuninnar í starfsauglýsingar. Það sendir þau skilaboð til þeirra sem þekkja ekki fyrirtækið að það sé traustur vinnuveitandi sem er líklegur til að veita gott starfsöryggi.

Samskipti við erlenda birgja

Vottunin fylgir líka á ensku og er viðurkennt merki í erlendum viðskiptum. Þetta styrkir samningsstöðu fyrirtækja þegar semja á við nýja birgja eða endursemja við eldri birgja. Mörg framúrskarandi fyrirtæki nýta vottunina með þessum hætti með góðum árangri.

Hér fyrir neðan er tilvitnun frá framkvæmdastjóra Vinnufata ehf. úr fylgiriti Morgunblaðsins um Framúrskarandi fyrirtæki árið 2018 þar sem hann ræðir um ávinning af notkun vottunarinnar í erlendum viðskiptum:

Samanburður við önnur fyrirtæki

Í vottunarpakkanum er skýrsla sem sýnir hvernig þitt fyrirtæki stendur í samanburði við önnur fyrirtæki í sömu atvinnugrein. Skýrslan aðstoðar við að meta stöðuna á markaðnum og sýnir hvar þitt fyrirtæki stendur fjárhagslega á meðal sambærilegra fyrirtækja. Sjá sýnishorn af samanburðarskýrslu.

Upplýsingar um vel rekin fyrirtæki

Einnig fylgir vottuninni listi yfir þau fyrirtæki sem eru framúrskarandi árið 2019 ásamt ítarlegum upplýsingum um rekstur þeirra síðustu þrjú rekstrarár. Á listanum koma fram upplýsingar um nafn framkvæmdastjóra, ársniðurstaða, rekstrarhagnaður, eignir og eiginfjárhlutfall síðustu þrjú rekstrarár. Listanum er skilað á vinnanlegu formi í Excel og nýtast upplýsingarnar vel við mat á núverandi og tilvonandi viðskiptavinum. Það er gott að eiga í viðskiptum við framúrskarandi fyrirtæki enda eru þau fyrirtæki framúrskarandi sem skila stöðugum og öruggum rekstri. Að sama skapi gefur listinn möguleika á greiningu og samanburði við fyrirtæki í sömu starfsemi.

Hér getur þú nálgast nánari upplýsingar um Framúrskarandi fyrirtæki.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna