No items found.

Hvatningarverðlaun - framúrskarandi nýsköpun 2018

21.11.2018

[vimeo 300985706 w=800 h=450]

NOX Medical - Nýsköpunarverðlaun Framúrskarandi fyrirtæki 2018 from Creditinfo Ísland on Vimeo.

Nox Medical hlaut hvatningarverðlaun Creditinfo og Festu fyrir framúrskarandi nýsköpun 2018.

Það var mat dómnefndar að Nox Medical sé einstakt dæmi um öflugt nýsköpunarstarf sem byggir fyrst og fremst á hugviti og þekkingu. Hátæknifyrirtækið Nox Medical þróar og selur byltingarkenndar lausnir á sviði svefnrannsókna. Dómnefnd var skipuð Salóme Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra Icelandic Startups, Hjálmari Gíslasyni stofnanda og framkvæmdastjóra GRID ehf. og Ragnheiði H. Magnúsdóttur forstöðumanni framkvæmda hjá Veitum. Í umsögn dómnefndar segir að félagið sé í fararbroddi á sínu sviði og yfir ein milljón manna um allan heim fái greiningu á svefnvanda sínum þar sem lækningatæki Nox Medical eru notuð. Fyrirtækið starfræki sérstakt rannsóknarteymi til þess að vinna að framþróun svefnmælitækninnar í nánu samstarfi við vísindamenn m.a. með svefnrannsóknardeild Landspítala – Háskólasjúkrahúss, Harvard-háskóla í Boston, Stanford-háskóla í Kaliforníu og Imperial College í London. Uppgangur fyrirtækisins hefur verið hraður og tífaldaðist velta þess á nokkrum árum og er komin í um 2 milljarða króna. 99,6% af tekjum fyrirtækisins koma erlendis frá þar sem þeirra helstu markaðir eru Bandaríkin, Evrópa og Asía.

Markmiðið hvatningarverðlauna fyrir nýsköpun er að vekja athygli á mikilvægi nýsköpunar hjá öllum fyrirtækjum, ekki bara sprotafyrirtækjum. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Icelandic Startups.

Til hamingju með framúrskarandi árangur í nýsköpun Nox Medical!

Icelandic Startups er einn af samstarfsaðilum Creditinfo í Framúrskarandi fyrirtækjum. Markmiðið með samstarfinu er að vekjaathygli á mikilvægi nýsköpunar hjá öllum fyrirtækjum, ekki bara sprotafyrirtækjum. Úr varð viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur á sviði nýsköpunar.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna