No items found.

Hvatningarverðlaun - framúrskarandi samfélagsábyrgð 2018

21.11.2018

[vimeo 301194256 w=800 h=448]

EFLA - Hvatningarverðlaun fyrir samfélagsábyrgð Framúrskarandi fyrirtækja 2018 from Creditinfo Ísland on Vimeo.

Efla ehf. hlaut hvatningarverðlaun Creditinfo og Festu fyrir framúrskarandi samfélagsábyrgð fyrirtækja. Dómnefndina að þessu sinni skipuðu Þorsteinn Kári Jónsson varaformaður Festu, Sæmundur Sæmundsson forstjóri Borgunar og Fanney Karlsdóttir verkefnastjóri Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í Forsætisráðuneytinu. Í umsögn dómnefndar kemur fram að samfélagsábyrgð fyrirtækisins sé samofin rekstrinum og stefnu þess. Mikilvægur þáttur í skilgreindu hlutverki félagsins sé að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum og efla samfélagið. Telja má fyrirtækið til brautryðjanda á Íslandi á sviði vistferilsgreininga og útreikninga á vistspori og kolefnisspori fyrir vörur og þjónustu. Ávallt er tekið tillit til umhverfis-, öryggismála og annarra samfélagslegra sjónarmiða í verkefnum fyrirtækisins. Félagið hefur fylgt eftir alþjóðlegum viðmiðum og sáttmálum til að hraða breytingum í átt að aukinni sjálfbærni í rekstri og þjónustu. Efla gefur árlega út samfélagsskýrslu, heldur grænt bókhald og hefur sett sér metnaðarfull skammtíma- og langtímamarkmið á þessu sviði. Þrátt fyrir aukna óbeina losun gróðurhúsalofttegunda á milli ára, vegna aukins umfangs verkefna, náði fyrirtækið að minnka beina losun sína um 41% á milli ára miðað við stöðugildi. Jafnframt er öll losun kolefnisjöfnuð þannig að fyrirtækið er í dag kolefnishlutlaust. Eflu tókst með með samstilltu átaki starfsmanna að minnka notkun pappírs á hvert stöðugildi um 20% á milli ára, heildarmagn óflokkaðs úrgangs vegna rekstrar í höfuðstöðvum minnkaði um 50% og endurvinnsluhlutfall er komið upp í 80%. Fyrirtækið er öflugt í samfélaginu, m.a. með því að styðja við rannsóknir, miðla þekkingu og efla starfsfólk í nýsköpun og þróun.

Markmið hvatningarverðlaunanna er að vekja athygli á því að framúrskarandi rekstur fyrirtækja felur í sér að fyrirtæki hámarki jákvæð áhrif sín á umhverfið og samfélagið sem þau starfa í ekki síður en fjárhagslegan árangur sinn. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Festa, samfélagsábyrgð fyrirtækja.

Til hamingju með framúrskarandi árangur í samfélagsábyrgð EFLA!

Festa er einn af samstarfsaðilum Creditinfo í Framúrskarandi fyrirtækjum. Markmiðið með samstarfinu er að vinna að því að mæla árangur fyrirtækja með samfélagslega ábyrgð í huga, líkt og fjárhagslegir mælikvarðar eru notaðir til að úrskurða hvort fyrirtæki séu á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki. Úr varð viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur á sviði samfélagslegrar ábyrgðar og var N1 fyrst fyrirtækja til að hljóta þessa viðurkenningu í janúar 2018.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna