Steypustöðin hlaut hvatningarverðlaun um framúrskarandi framtak á sviði umhverfismála árið 2024.
Í umsögn dómnefndar kemur fram að Steypustöðin hafi lagt mikla vinnu í að efla sjálfbærnivegferð sína og að fjárfesta í umhverfisvænni lausnum, rafvæðingu og nýjum aðgerðum til þess að draga úr kolefnislosun.
Verðlaunin hlýtur fyrirtækið fyrir sérstakt framtak sitt við rafvæðingu bílaflota síns. Nú samanstendur rafmagnsfloti fyrirtækisins af 6 rafmagns steypubílum, 1 rafmagns dráttarbíl og 2 hybrid steypudælum, eða 9 tækjum í heildina og stefnan er sett á að 70% flotans verði knúinn á endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2032. Fyrirtækið hefur haldið utan um sparnað í CO2 sem og sparnað í dísilolíu frá tilkomu fyrstu rafmagnssteypubílana Árið 2023 sparaði Steypustöðin um 100,000 kg CO2 frá 3 maí 2023 þegar fyrsti rafmagns steypubíllinn var tekinn í notkun en það samsvarar um 32,000 lítrum í dísilsparnaði. Dísilsparnaður ársins 2024 er nú orðinn rúmir 56,000 lítrar.
Hvatningarverðlaunin eru veitt samhliða birtingu lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2024. Dómnefnd vann úr lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki sem sýndu fram á skýra stefnu um samfélagsábyrgð, sjálfbærni, kynjajafnrétti og réttindi starfsfólks. Verðlaunin eru unnin í samstarfi við Festu – miðstöð um sjálfbærni. Í dómnefnd sátu Þórólfur Nielsen, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Landsvirkjun, Elín Jónsdóttir, deildarstjóri lagadeildar Háskólans á Bifröst, Stefán Kári Sveinbjörnsson sjálfbærnistjóri Festi og Arent Orri Jónsson Claessen forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands.