Framúrskarandi
Framúrskarandi
Framúrskarandi fyritæki
Fréttir
Fréttir af Creditinfo

Hvatningarverðlaun um framúrskarandi framtak um nýsköpun á sviði sjálfbærni 2024

30.10.2024

Krónan hlaut hvatningarverðlaun um framúrskarandi framtak um nýsköpun á sviði sjálfbærni 2024.

Verðlaunin hlýtur fyrirtækið fyrir Heillakörfuna, sérstaka lausn í Krónuappinu sem veitir notendum tækifæri til að safna stigum fyrir vörur sem eru bæði þeim sjálfum og umhverfinu til heilla. Markmið Heillakörfunnar er að stuðla að jákvæðum venjum í daglegum innkaupum og hjálpa notendum að taka meðvitaðri ákvarðanir. Stig eru veitt fyrir vörur í tíu vöruflokkum, sem eru valdir út frá heildrænni nálgun á umhverfisvernd, lýðheilsu, endurnýtingu, umbúðum og vottunum. Notendur geta sett sér mánaðarleg markmið, fylgst með árangri sínum og borið saman innkaup síðustu mánaða. Lausnin veitir yfirsýn yfir vörur sem stuðla að betri heilsu og sjálfbærari framtíð.

Hvatningarverðlaunin eru veitt samhliða birtingu lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2024. Dómnefnd vann úr lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki sem sýndu fram á skýra stefnu um samfélagsábyrgð, sjálfbærni, kynjajafnrétti og réttindi starfsfólks. Verðlaunin eru unnin í samstarfi við Festu – miðstöð um sjálfbærni. Í dómnefnd sátu Þórólfur Nielsen, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Landsvirkjun, Elín Jónsdóttir, deildarstjóri lagadeildar Háskólans á Bifröst, Stefán Kári Sveinbjörnsson  sjálfbærnistjóri Festi og Arent Orri Jónsson Claessen forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands. Vert er að taka fram að Stefán Kári sat hjá við ákvarðanatöku um veitingu verðlauna til Krónunnar þar sem hann starfar fyrir móðurfélag fyrirtækisins.

Deila efni: