No items found.

Hvernig er hægt að bæta lánshæfismat?

7.3.2019

Hvað getur þú gert til að bæta lánshæfismatið hjá þínu fyrirtæki?

Gott lánshæfismat gefur góða vísbendingu um heilbrigðan rekstur fyrirtækis. Lánshæfismat Creditinfo byggir á stærsta grunni viðskiptaupplýsinga á Íslandi og leggur ítarlegt mat á líkunum á því að fyrirtæki fari í vanskil á næstu tólf mánuðum. Lánshæfismatið er birt á skalanum eitt til tíu þar sem fyrirtæki í flokki tíu eru líklegust til að fara í vanskil en fyrirtæki í flokki eitt eru ólíklegust.

Fyrirtæki eru í auknum mæli farin að byggja ákvarðanir um reikningsviðskipti á lánshæfismati og því er öllum fyrirtækjum mikilvægt að fylgjast með eigin lánshæfismati og tryggja að það sé eins gott og kostur er á.

En hvað geta stjórnendur fyrirtækja gert til að stuðla að góðu lánshæfismati? Hér fyrir neðan eru nokkrir þættir sem fyrirtæki geta haft í huga vilji þau bæta lánshæfismat sitt.

  • Ein sterkasta breytan í lánshæfismati fyrirtækja er fyrrum skráningar þess á vanskilaskrá. Því skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtæki sem vilja stuðla að góðu lánshæfismati að fylgjast vel með því hvort kröfur til þeirra séu á leið til skráningar á vanskilaskrá.
  • Einnig er mikilvægt að fylgjast með því hvort kröfur séu á leið í innheimtu en það hefur áhrif á lánhæfismat fyrirtækja. Því getur skipt miklu máli að fylgjast með því hvort kröfur séu óréttmætar eða umdeildar.
  • Önnur sterk breyta í lánshæfismati fyrirtækja er stöðugur rekstur þess og sækir Creditinfo upplýsingar um rekstrarsögu fyrirtækja í gegnum ársreikninga þess. Hófleg skuldsetning og hagnaður af rekstri eru breytur sem eru til þess fallnar að bæta lánshæfi fyrirtækja.
  • Greiðsluhegðun fyrirtækja vegur inn í lánshæfismat þeirra. Fyrirtæki sem greiða reikninga á réttum tíma eru því líklegri til að fá gott lánshæfismat.
  • Fyrirtæki sem skila ársreikningum á réttum tíma eru jafnan með betra lánshæfi. Því getur það verið sterkur leikur að skila ársreikningi fyrir 31. ágúst á hverju ári til að stuðla að betra lánshæfismati.

Hér er hægt að finna nánari upplýsingar um Lánshæfismat Creditinfo.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna