No items found.

Hvernig er hægt að koma í veg fyrir svikastarfsemi?

21.9.2021

Færst hefur í aukana að fyrirtæki verði fyrir tjóni vegna svikastarfsemi í reikningsviðskiptum. Þá hafa óprúttnir aðilar nýtt sér kennitölur fyrirtækja sem eru gamlan rekstur eða liggja jafnvel í dvala og í sumum tilfellum jafnvel með gott lánshæfismat. Með þessum hætti geta þeir sem standa á bak við svikastarfsemina sótt sér vörur fyrir miklar upphæðir án þess að greiða fyrir þær.

Í samtali við Fréttablaðið um málið segir Guðný Hjaltadóttir, lögfræðingur Félags atvinnurekenda, að dæmi séu um að heimasíður hafi verið búnar til og síður á samfélagsmiðlum til að láta líta út fyrir að virk starfsemi sé innan fyrirtækja þegar raunin er sú að um svikastarfsemi er að ræða.

Í nýlegri frétt Fréttablaðsins er haft eftir Gunnari Gunnarssyni, forstöðumanni Greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo, að hægt sé að draga úr líkum á að láta blekkjast með því að horfa til fleiri þátta en lánshæfismatsins þegar tekin er ákvörðun um að heimila reikningsviðskipti. Hann bætir því við að ástæða sé til þess að hvetja fyrirtæki til að kanna vel félög áður en stofnað er til reikningsviðskipta og að til þess megi nýta upplýsingar frá Creditinfo.

Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þá þjónustu sem Creditinfo hefur upp á að bjóða til að ganga úr skugga um hvort raunverulegur rekstur er innan fyrirtækis eða hvort um svikastarfsemi sé að ræða.

Hvert er lánshæfismat félagsins?

Lánshæfismat fyrirtækja gefur góða vísbendingu um rekstrarhæfi fyrirtækja og er mikilvægt að kanna fyrst líkurnar á því að fyrirtæki fari í vanskil á næstu 12 mánuðum. Lánshæfismat fyrirtækja er reiknað á skalanum 1-10 þar sem fyrirtæki í flokki 1 eru líklegust til að standa við skuldbindingar sínar en fyrirtæki í flokki 10 ólíklegust til að standa við skuldbindingar sínar. Með lánshæfismatinu er einnig hægt að sjá sögulegt yfirlit yfir lánshæfiseinkunn fyrirtækisins.

Lánshæfismat fyrirtækja - sýniseintak

Er einhver rekstur í fyrirtækinu?

Fyrirtæki gætu verið með þokkalegt lánshæfismat þrátt fyrir að rekstur fyrirtækisins sé lítill eða liggi jafnvel í dvala. Þá er skynsamlegt að kanna að auki hver reksturinn hjá fyrirtækinu hefur verið sögulega með því að kanna ársreikninga þess. Hægt er að sækja skönnuð frumrit af ársreikningum gjaldfrjálst á þjónustuvef Creditinfo. Einnig er hægt að sækja sérsniðna skýrslu sem tekur saman allar tölur úr ársreikningum fyrirtækja sex ár aftur í tímann. Með því að sækja ársreikninga sex ár aftur í tímann sést á augabragði hvort um litla eða enga starfsemi er að ræða í fyrirtæki.

Ársreikningur síðustu 6 ár - Sýniseintak

Eru nýlegar breytingar á prókúruhöfum?

Gott er að hafa það að reglu að kanna hvort sá sem stofni til reikningsviðskipta sé prókúruhafi hjá viðkomandi fyrirtæki. Hægt er að nálgast gildandi skráningu fyrirtækis gagnvart Fyrirtækjaskrá til þess að sjá hverjir eru framkvæmdastjórar, stjórnarmenn og prókúruhafar félags. Ef nýlegar breytingar hafa orðið á stjórnendum eða prókúruhöfum fyrirtækis eftir langan dvala í rekstri þess gæti það reynst merki um svikastarfsemi.

Fyrirtækjaskrá, gildandi skráning - Sýniseintak

Með aðgangi að stærsta safni viðskiptaupplýsinga á Íslandi tekur þú markvissari ákvarðanir í viðskiptum. Kynntu þér áskriftarleiðirnar sem standa til boða hjá Creditinfo.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna