No items found.

Hvernig Íslandsbanki sparar tíma og bætir yfirsýn með Innheimtukerfi Creditinfo

26.8.2022

Eitt af leiðarstefum Íslandsbanka er að huga vel að þjónustu til viðskiptavina. Til að geta mætt þeirri kröfu leggur bankinn mikla áherslu á að ferlar séu skýrir og stafrænir. Til að bæta ferla í þjónustu til viðskiptavina innleiddi Íslandsbanki Innheimtukerfi Creditinfo í stað IL+ sem þau höfðu nýtt við utanumhald löginnheimtu um árabil.

„Innheimtukerfið er ljósárum notendavænna en IL+,“ segir Ágúst Stefánsson, deildarstjóri innheimtu hjá Íslandsbanka. „Það er fyrir utan allar viðbæturnar sem voru settar í kerfið umfram IL+, eins og aðgengi að sýslumanni, nauðungarsölur, vanskilaskráin, betri dagbók o.fl. sem spara mikinn tíma fyrir okkur.“

Bætir ferla og heimtur

Ágúst bætir því við að innheimtukerfið hefur hjálpað Íslandsbanka að bæta ferla og auka heimtur. „Innheimtukerfið hefur klárlega flýtt fyrir innheimtuferlinu þar sem þetta er svo miklu aðgengilegra,“ segir Ágúst. „Við erum með miklu betri yfirsýn yfir stöðu málanna. Má þá sérstaklega nefna hvað dagbókin nýtist vel. Hún gerir okkur kleift að senda mál á næstu stöðu miklu fyrr. Staðan er vöktuð daglega og við vitum hvenær tími er kominn til að senda næsta bréf. Það er gert samstundis, þegar komið er að næstu aðgerð, í staðinn fyrir að þurfa að yfirfara öll málin mánaðarlega. Ferillinn er miklu greiðari og óhjákvæmlega skilar þetta meiri heimtum samhliða. Það gerist sérstaklega vegna þess að viðskiptavinurinn bregst við um leið og hann fær bréf, sem hann fær fyrr en áður. Viðskiptavinurinn kemur miklu fyrr að borðinu heldur en með gamla kerfinu. Því fyrr sem þessar aðgerðir eiga sér stað því fyrr bregst viðskiptavinurinn við og gengur að samningum.“

Gífurlegur vinnusparnaður

Innheimtukerfi Creditinfo heldur utan um löginnheimtu og býður upp á samþættingu við gögn sem styðja við innheimtuna. Að sögn Ágústs veitir kerfið mun betri yfirsýn en eldri kerfi. „Það er miklu minna sem við þurfum að vinna jafnóðum,“ segir Ágúst. „Við höfum t.d. möguleika um að senda aðgerðir í magnvinnslu, sem sparar mikinn tíma. Það er miklu minna sem við þurfum að eiga við stefnuna hverju sinni. Þetta er fyrst og fremst búið að vera svakalega vinnusparandi. Við viljum ekki vera að eyða tíma í óþarfa handavinnu og innheimtukerfið sparar einmitt handavinnu. Við viljum ekki að okkar starf fari að megninu til í að breyta uppsetningu á texta heldur að það ferli sé sjálfvirkt og að við getum einbeitt okkur að meira krefjandi verkefnum. Með tilkomu innheimtukerfisins hefur vinnusparnaðurinn verið gífurlegur á öllum stigum.“

Góð samvinna við Creditinfo

Við innleiðingu Innheimtukerfisins stendur til boða ráðgjöf frá sérfræðingum Creditinfo en Ágúst nefnir að samvinnan við Creditinfo hafi gengið vel. „Fyrst þegar við tókum upp kerfið þá fengum við mikinn stuðning frá sérfræðingum Creditinfo og enn þann dag í dag er auðvelt aðgengi að þeim. Það hefur verið brugðist mjög vel við ábendingum okkar um breytingar og viðbætur á kerfinu en við erum mjög ánægð með það,“ segir Ágúst að lokum.

Hafðu samband ef þú vilt fá kynningu á Innheimtukerfi Creditinfo fyrir þitt fyrirtæki.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna