No items found.

Hvernig nýtist Fjölmiðlaskýrsla Creditinfo?

26.11.2019

Hægt er með einföldum hætti að ná utan um allar fréttir semhafa birst um þitt fyrirtæki á árinu sem er að líða með FjölmiðlaskýrsluCreditinfo. Skýrslan tekur fyrir fjölmiðlaumfjöllun ársins 2019 og erafhent í janúar.

Fjölmiðlaskýrslan er ómissandi fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja hafa heildarsýn yfir fréttirnar sem skipta þau mestu máli. Skýrslan er byggð á gögnum frá óháðum aðila og nýtist vel við markmiðasetningu og eftirlit.

Sjá sýniseintak

Hvernig nýtist Fjölmiðlaskýrslan fyrir mitt fyrirtæki?

  • Skýrslugjöf til stjórnenda. Í allri áætlanagerð er mikilvægt að líta um öxl og taka saman hvað fór vel og illa á árinu sem er að líða. Fjölmiðlaskýrsla Creditinfo veitir yfirgripsmikla sýn um það hvernig fjallað var um þitt fyrirtæki á árinu 2019. Samantektin hjálpar til við að meta hvar fyrirtækið stendur og hvert stefna eigi fyrir næsta ár.   
  • Stýring orðspors. Til að ná utan um orðspor þíns fyrirtækis er gott að taka ítarlega saman hvernig fjallað hefur verið um fyrirtækið í fjölmiðlum. Eru jöfn kynjahlutföll hjá talsmönnum þíns fyrirtækis í sjónvarps- og útvarpsfréttum? Hvaða vægi hafa þær fréttir sem fluttar eru um fyrirtækið fyrir ímynd fyrirtækisins? Fjölmiðlaskýrsla Creditinfo svarar þessum spurningum og gefur þér færi á að stýra orðspori þíns fyrirtækis.
  • Markmiðasetning fyrir almannatengsl og markaðsmál. Fyrirtæki sem hafa öflugt markaðsstarf gera ítarlega grein fyrir markmiðum sínum í almannatengslum og markaðsmálum. Til að geta lagt skýr drög að markaðsstarfi næsta árs þarf að meta hversu vel gekk með markmiðasetningu ársins sem var að líða. Hversu margir miðlar fjölluðu um þær fréttatilkynningar sem þitt fyrirtæki sendi út? Eru þín skilaboð fyrirbyggjandi eða ert þú á hlaupum að svara fyrir það sem aðrir segja um þitt fyrirtæki? Með Fjölmiðlaskýrslu Creditinfo getur þú markað skýra markaðsstefnu sem byggir á traustum gögnum frekar en huglægu mati.  
  • Samanburður við samkeppnisaðila. Veist þú hvar þú stendur á meðal þinna samkeppnisaðila í fjölmiðlaumfjöllun? Með Fjölmiðlaskýrslu Creditinfo getur þú séð hversu oft hefur verið fjallað um þitt fyrirtæki í samanburði við önnur fyrirtæki í sömu atvinnugrein (ISAT flokki). Samanburðurinn hjálpar þér að meta hvar þitt fyrirtæki stendur á meðal sambærilegra fyrirtækja.

Smelltu hér til að panta Fjölmiðlaskýrslu.

Í Fjölmiðlaskýrslu Creditinfo árið 2019 má meðal annars finna:

  • Þróun fjölda frétta árið 2019 samanborið við 2018.
  • Skipting frétta á milli ljósvakamiðla, prentmiðla og netmiðla.
  • Tengingar netmiðlafrétta við Facebook og listi yfir vinsælustu fréttir ársins um þitt fyrirtæki.
  • Samanburður á milli lögaðila innan sömu atvinnugreinaflokkunar (ÍSAT).
  • Listi sem sýnir hvar þið standið í fréttafjölda í samanburði við alla lögaðila á Íslandi.
  • Yfirlit sem sýnir fyrirsagnir allra frétta um þitt fyrirtæki.
  • Fréttaskor um þitt fyrirtæki. Fréttaskor gefur raunsæja mynd af því hversu mikið vægi fréttin hefur fyrir ímynd þíns fyrirtækis. Það segir til um hvort fréttin sé virkilega um fyrirtækið, eða hvort umfjöllunin sé um annað. Hér er hægt að nálgast ítarlegri upplýsingar um fréttaskorið.
  • Kynjaskipting viðmælenda í ljósvaka. Hægt er að bera saman hvernig kynjahlutföll viðmælenda frá þínu fyrirtæki er í ljósvakamiðlum í samanburði við önnur fyrirtæki og öll fyrirtæki.

Vilt þú vakta umfjöllun fjölmiðla um þitt fyrirtæki? Fjölmiðlavakt Creditinfo vaktar umfjöllun í útvarpi, sjónvarpi, blöðum og netmiðlum og er því verðmætt tól sem heldur þér og þínu starfsfólki upplýstu um fréttir sem skipta ykkur máli.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna