No items found.

Hvernig Snjallákvörðun Creditinfo skapar samkeppnisforskot fyrir FLEX

9.6.2022

Þrátt fyrir að hafa aðeins starfað í rúmt ár hefur bílaleigan FLEX rutt sér til rúms á íslenskum markaði með notendavænum lausnum við langtímaleigu á nýjum bifreiðum til fyrirtækja og einstaklinga. Stuttu eftir að FLEX hóf starfsemi fór fyrirtækið að nýta sér Snjallákvörðun Creditinfo við ákvörðunartöku um greiðslugetu viðskiptavina sinna með góðum árangri að sögn Óðins Valdimarssonar, sölustjóra FLEX. „Snjallákvörðunin hefur nýst okkur ótrúlega vel og hjálpað okkur mikið,“ segir Óðinn. „Við erum bara fjögur á skrifstofunni þannig að stóra málið er að koma sem mestu yfir í sjálfvirkni og  á framlínuna. Það er svo gott að þeir sem eru sérhæfðir í að selja séu að gera það sem þeir gera best og þurfa ekki að kunna eða leggja vinnu í að meta viðskiptavini. Þetta minnkar verulega álagið á okkur og gerir öllum kleift að einbeita sér að sínu sérsviði.“

Auðveldar vöruþróun

Flex kynnti nýlega til sögunnar nýjan stafrænan sýningarsal sem gerir viðskiptavinum fyrirtækisins kleift að velja nýja bíla til langtímaleigu hvenær sem þeim hentar á netinu. Til að meta væntanlega leigutaka nýtir FLEX Snjallákvörðun Creditinfo. „Í sýningarsalnum geta viðskiptavinir okkar valið tegundina sem heillar, lit á bílnum, aukabúnað, leigutíma, akstursþörf og þegar hann hefur skráð inn kennitölu sína fer Snjallákvörðunarferlið í gang,“ segir Óðinn. „Ef allt er í góðu fær hann umsóknina samþykkta og bíllinn verður tilbúinn eftir nokkra daga. Fyrir þá sem uppfylla ekki kröfurnar þá höfum við færi á að fara betur yfir forsendur ákvörðunarinnar og getum tekið upplýsta ákvörðun í kjölfarið um framhaldið. Sýningarsalurinn mun með tíð og tíma leysa flestar þarfir okkar viðskiptavina þegar kemur að vali á leigubifreið. Við lítum á það þannig að Snjallákvörðunin skapar okkur samkeppnisforskot á markaðnum. Við leggjum mikið upp úr þjónustu til viðskiptavina okkar og við finnum að þeir eru ánægðir með þessa þjónustu. Fólk er ekki vant því að geta sótt um nýjan bíl til langtímaleigu og klárað ferlið frá A-Ö heima hjá sér á laugardagskvöldi.“

Sparar mikla vinnu

Snjallákvörðun Creditinfo hjálpar fyrirtækjum að taka sjálfvirkar ákvarðanir um viðskiptasambönd sín og getur sótt gögn eins og lánshæfismat, ársreikninga, gildandi skráningu o.fl. til stuðnings ákvarðanatökunni. „Það munar miklu að geta sótt til Creditinfo allar nauðsynlegar upplýsingar um viðskiptavini okkar,“ segir Óðinn. „Ef við hefðum ekki Snjallákvörðunina í ákvörðunarferlinu þá þyrftum við annað hvort að taka meiri áhættu við val á viðskiptavinum okkar eða þá að við þyrftum að taka hverja einustu umsókn og yfirfara hana handvirkt. Snjallákvörðunin er þess vegna að spara okkur mjög mikla vinnu. Við fáum með henni á augabragði góða yfirlitsmynd um hvort við viljum leigja viðskiptavini bíl eða ekki. Á sama tíma er svo gott að geta farið yfir þá sem eru ekki samþykktir í ákvörðunarferlinu, skoða forsendurnar ítarlega og geta tekið sjálfstæða ákvörðun um framhaldið.“

Gott samstarf við sérfræðinga Creditinfo

Þegar viðskiptavinir Creditinfo innleiða Snjallákvörðun njóta þau ráðgjafar og stuðnings frá sérfræðingum Creditinfo um þau gögn sem styðjast á við í ákvarðanatökunni og hvernig stilla eigi reglurnar. Óðinn segir að samstarfið hafi gengið greiðlega fyrir sig við innleiðingu Snjallákvörðunar inn í ferla FLEX. „Enn sem komið er erum við með strangar kröfur, þá sérstaklega fyrir fyrirtækin, en við njótum þess að geta stillt reglurnar af með tíð og tíma í góðu samstarfi við sérfræðinga Creditinfo. Lausnin er strax farin að nýtast vel og við gátum með einföldum hætti tengt hana við CRM kerfið okkar til að ná heildstæðu ferli við afgreiðslu umsókna.“

Hann bætir því við að mikilvægt sé að geta endurskoðað reglulega regluverkið og ítra það.

„Það skiptir okkur máli að geta skoðað eftir á hverja einustu ákvörðun sem við höfum tekið um okkar viðskiptavini og greint hvaða forsendur lágu þar að baki. Þá höfum við tækifæri til að greina betur ferlana okkar og gert viðeigandi ráðstafanir til framtíðar,“ segir Óðinn að lokum.

Hafðu samband ef þú vilt fá kynningu á Snjallákvörðun Creditinfo fyrir þitt fyrirtæki. 

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna