No items found.

Innheimtukerfi: Að sækja upplýsingar um veð

22.1.2019

Það er einfalt mál að sækja upplýsingar um fasteignir og ökutæki fyrir veð sem tengjast kröfum.

Svona virkar þetta:

1. Á kröfunni sem unnið er með er flipinn Grunnupplýsingar valinn.

2. Í töflunni Veð er valið bæta við og þá opnast nýr gluggi ofan á kröfunni.

3. Tegund veðs er valin og fasteignanúmer eða skráningarnúmer ökutækis sett inn og gögnin sótt.

4. Staðfesta þarf beiðnina áður en upplýsingarnar eru sóttar.

5. Eftir að upplýsingarnar hafa verið sóttar eru þær birtar í töflunni fyrir veð.

Að nálgast áður sótt gögn

Öll veðbönd sem eru sótt fara sjálfkrafa í töfluna Fylgiskjöl, sem er aðgengilegur undir flipanum Grunnupplýsingar, fyrir kröfuna. Fasteigna- og ökutækjaupplýsingar eru einnig vistaðar sem fylgiskjöl með kröfunni og þar ávallt aðgengilegar til að prenta.

Kostnaður við að sækja veðbönd

Hægt er að tengja fastan kostnað við uppflettingar sem bókast þá sjálfkrafa á málið. Til að skilgreina slíkt skal velja Umsýsla úr fellivalmyndinni sem er staðsett efst hægra megin á vefnum, við hliðina á nafni notenda og því næst Fastur kostnaður.

Innheimtukerfi Creditinfo er nútímalegt og skilvirkt innheimtukerfi fyrir lögmenn sem leysir IL+ af hólmi. Kerfið er auðvelt í notkun og aðgengilegt á vefnum þannig að öll þróun og breytingar skila sér beint til notenda. Innheimtukerfið heldur utan um löginnheimtu og býður uppá samþættingu við aðra þjónustu Creditinfo, svo sem vanskilaskrá, eignaleit, hlutafélaga- og þjóðskrá.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna