No items found.

Innheimtukerfi: Uppfletting í fyrirtækjaskrá

16.5.2018

Við höfum nú bætt inn nýjum möguleika í nýskráningarferlið í innheimtukerfinu, sem gerir notendum kleift að sækja upplýsingar um lögaðila til fyrirtækjaskrár. Birtur er listi yfir þá aðila sem skráðir eru stjórnendur fyrirtækisins og er stjórnarformanni bætt inn sem forsvarsmanni félagsins.

Svona virkar þetta:

1. Þegar nafn eða kennitöla lögaðila hefur verið sótt birtist möguleikinn að sækja forsvarsmenn úr fyrirtækjaskrá. Vilji notandi ekki sækja gildandi skráningu úr fyrirtækjaskrá má fjarlægja hakið úr boxinu (sjá hér að neðan).

2. Þegar búið er að velja Bæta við hnappinn birtist tafla sem sýnir stjórnendur lögaðilans samkvæmt skráningu RSK. Sjálfkrafa er stjórnarformanni bætt við í aðilalistann sem forsvarsmanni félagsins.

3. Hægt er að breyta eða fjölga fyrirsvarsmönnum með því að smella á myndirnar af einstaklingum lengst til vinstri í töflunni. Ef enginn er skráður stjórnarformaður þarf að velja hvern á að setja sem forsvarsmann á málið.

4. Dagsetningin til hægri sýnir hvenær gögnin voru sótt.

5. í boði er að skrá kostnað á kröfuna sem fylgdi uppflettingunni til RSK. Til að tengja fastan kostnað við aðgerðina skal velja Umsýsla úr fellivalmyndinni sem er efst hægra megin á skjánum og þar Fastur kostnaður og birtist hann þá í hvert skipti sem flett er upp.

Innheimtukerfi Creditinfo er nútímalegt og skilvirkt innheimtukerfi fyrir lögmenn sem leysir IL+ af hólmi. Kerfið er auðvelt í notkun og aðgengilegt á vefnum þannig að öll þróun og breytingar skila sér beint til notenda. Innheimtukerfið heldur utan um löginnheimtu og býður uppá samþættingu við aðra þjónustu Creditinfo, svo sem vanskilaskrá, eignaleit, hlutafélaga- og þjóðskrá.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna