No items found.

LSR tekur í notkun sjálfvirkt greiðslumat í samstarfi við Creditinfo

17.4.2020

LSR hefur tekið í notkun sjálfvirkt greiðslumat í samstarfi við Creditinfo. Með lausninni eru niðurstöður greiðslumats fyrir umsækjendur sjóðsfélaga LSR um húsnæðislán reiknaðar út á sjálfvirkan hátt og byggjast á þeim upplýsingum sem sóttar eru samkvæmt umboði sem lánsumsækjandi veitir.

Aukin áhersla á sjálfvirkar lausnir

Fyrirtæki hafa í auknum mæli bætt sjálfvirkum lausnum við vöruframboð sitt og í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins hefur sú þróun orðið enn örari. Creditinfo hefur um árabil sérhæft sig í sjálfvirknivæðingu ákvarðanatöku í lánaþjónustu og þannig gert fyrirtækjum kleyft að þjónusta viðskiptavini sína enn betur.

Við óskum LSR til hamingju með lausnina og fögnum því að hafa tekið þátt í að auka hagræði og skilvirkni til hagsbóta fyrir sjóðfélaga. Með auknu aðgengi að gögnum og hraðri þróun í hugbúnaðargeiranum er aukin sjálfvirknivæðing orðin raunhæfur kostur fyrir fjölda fyrirtækja.

Nánari upplýsingar um lausnina er að finna á vef LSR.

Sjálfvirkar lausnir frá Creditinfo

Aðrar lánastofnanir hafa nýtt sjálfvirkar lausnir frá Creditinfo með góðum árangri. Birta lífeyrissjóður hefur einnig tekið upp sjálfvirka greiðslumatslausn í samstarfi við Creditinfo auk þess sem að Íslandsbanki kynnti til sögunar nýtt sjálfvirkt greiðslumatskerfi sem var einnig unnið með Creditinfo.

Sjálfvirkar lausnir frá Creditinfo nýtast einnig á öðrum sviðum en við lántöku. Vátryggingamiðlunin Tryggja hefur þróað og innleitt sjálfvirka rafræna lausn á umsóknum um leigutryggingar í samstarfi við Creditinfo. Lausnin metur umsækjendur um leigutryggingar sjálfvirkt og gerir Tryggja kleyft að ganga frá afgreiðslu umsókna í rauntíma.

Creditinfo hefur einnig komið að verkefnum í sjálfvirknivæðingu á alþjóðavettvangi m.a. í Afríku. Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo Lánstrausts og svæðisstjóri Creditinfo Group í N-Evrópu, skrifaði grein í Tölvumál þar sem hún fór m.a. yfir hvernig Creditinfo nýtir óhefðbundin gögn til sjálfvirkrar ákvarðanatöku um lánaviðskipti.

Hafðu samband við okkur ef þú vilt fá ráðgjöf um sjálfvirkar lausnir fyrir þitt fyrirtæki.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna