No items found.

Myndræn framsetning á Endanlegum eigendum fyrirtækja

21.4.2020

Áskrifendur Creditinfo hafa um árabil getað nálgast skýrslu um Endanlega eigendur fyrirtækja. Í skýrslunni er hægt að sjá nöfn eigenda, hver eignarhlutur þeirra er og í gegnum hvaða fyrirtæki tengslin eru. Nú er hægt að rekja enn betur eignartengsl fyrirtækja með nýrri myndrænni framsetningu í skýrslunni um Endanlega eigendur.

Eigendakeðjan er rakin myndrænt fyrir alla eigendur og hægt er að afmarka fjölda eigenda eftir eignarprósentu í stiku neðst á myndinni. Ef eignarhaldið liggur í gegnum önnur fyrirtæki eru þau birt ásamt stærð eignarhluta þeirra í fyrirtækinu sem verið er að skoða.

Sjá sýnidæmi.

Á myndinni hér fyrir ofan sést dæmi um skýrslu sem sýnir endanlegt eignarhald Creditinfo Lánstraust hf. Myndin sýnir fyrirtækið sem um ræðir í rauðum lit, stærstu eigendur í svörtum lit og aðra eigendur í gráum lit. Einnig er hægt að lesa nöfn eigenda og eignarhlut þeirra úr myndinni auk þess sem litir í línunum tilgreina hvort eignarhluturinn sé yfir 51%, á bilinu 25-51% eða minni en 25%. Myndin er gagnvirk en það þýðir að hægt er að draga hvern og einn eiganda til eða frá svo hægt sé að fá skýrari mynd af eignakeðjunni.

Nánar um Endanlega eigendur fyrirtækja

Creditinfo nálgast upplýsingar um Endanlega eigendur í gegnum ársreikninga fyrirtækja og hluthafaskrá. Innifalið í skýrslu um Endanlega eigendur eru upplýsingar úr hlutafélagaskrá.

Skýrslan um Endanlega eigendur nýtist vel til að skrá raunverulegt eignarhald fyrirtækis til RSK. Með myndrænni framsetningu kemur eignarhaldið enn skýrar fram en áður.

Hægt er að uppfæra upplýsingar um eignarhald þeirra fyrirtækja sem þú hefur tengsl við í gegnum Mitt Creditinfo. Nánari upplýsingar um þín fyrirtækjatengsl.

Creditinfo býður upp á fjölbreyttar lausnir til að greina eignarhald og tengsl félaga. Hér er að finna yfirlit yfir þær skýrslur sem standa til boða um eignarhald og tengsl félaga hjá Creditinfo og í hvaða tilgangi er best að nota þær.

Með aðgangi að stærsta safni viðskiptaupplýsinga á Íslandi tekur þú markvissari ákvarðanir í viðskiptum. Kynntu þér áskriftarleiðirnar sem standa til boða hjá Creditinfo.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna