No items found.

Nýr þjónustuvefur Creditinfo

19.4.2021

Þjónustuvefur Creditinfo hefur nú verið uppfærður.

Viðskiptavinir Creditinfo geta skráð sig inn á þjónustuvefinn með því að smella hér.

Ef þú ert ekki áskrifandi er hægt að kynna sér áskriftarleiðir Creditinfo hér.

Við hjá Creditinfo viljum tryggja að aðgengi okkar viðskiptavina að gögnum sé eins gott og mögulegt er svo auðvelt sé að taka upplýstar ákvarðanir í viðskiptum. Með nýjum þjónustuvef gefst viðskiptavinum Creditinfo kostur á að nálgast nauðsynlegar upplýsingar um viðskiptavini með enn auðveldari hætti en áður.

Hér verður farið yfir helstu nýjungarnar sem fylgja nýjum þjónustuvef.

https://vimeo.com/537633013

Yfirlit yfir þær nýjungar sem fylgja nýjum þjónustuvef Creditinfo

Vöktun í forgrunni

Það fyrsta sem blasir við á nýjum þjónustuvef er að yfirlitssíða Viðskiptasafnins er komin á opnunarsíðu þjónustuvefsins.

Staðan á þínu Viðskiptasafni verður aðgengileg á forsíðu

Með Viðskiptasafni Creditinfo gefst þér kostur á að vakta breytingar sem kunna að verða hjá samstarfsaðilum og viðskiptavinum til þess að lágmarka afskriftir.

Áskrifendur með aðgang að Viðskiptasafninu sjá núna stöðuna á sínu safni með tilliti til lánshæfis og vanskila um leið og þeir skrá sig inn á þjónustuvefinn. Einnig eru aðgengilegar upplýsingar um nýjustu breytingar á vaktinni.

Upplýsingar um nýjustu breytingar á vaktinni eru nú á forsíðu

Viðskiptasafnið fylgir öllum nýjum áskriftarleiðum Creditinfo. Ef þú ert ekki með aðgang að Viðskiptasafninu hvetjum við þig til að hafa samband.

Breytingar á högum fyrirtækja

Það sem áður hét Fyrirtækjavaktin kemur á yfirlitssíðunni undir heitinu Breytingar úr fyrirtækjaskrá, eignarhaldi og nýir ársreikningar. Hér er hægt að vakta allar breytingar sem gætu orðið á högum fyrirtæka án viðbótarkostnaðar.

Nýjustu breytingar á högum fyrirtækja eru aðgengilegar á forsíðu

Neðst á yfirlitsíðunni er svo hægt að sjá yfirlit yfir áður sótt gögn.

Viðskiptaspjald

Hægt er að fletta upp íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum eftir nafni eða kennitölu í leitarglugganum. Leitarvélin hefur verið uppfærð og skilar nú niðurstöðum á meðan þú skrifar þær í leitargluggann.

Leitarvélin hefur verið uppfærð á þjónustuvefnum

Á viðskiptaspjaldinu eru aðgengilegar allar helstu upplýsingar um fyrirtækið sem aðstoða þig við að taka upplýsta ákvörðun. Upplýsingar sem áður voru aðgengilegar á borða hægra megin eru núna á viðskiptaspjaldinu sjálfu á læsilegra sniði.

Áður sótt gögn

Ef þú eða einhver annar notandi hjá sama áskrifanda hefur sótt upplýsingar um fyrirtæki gefst þér kostur á að sækja þau gögn án viðbótarkostnaðar. Ef gögnin hafa breyst frá því að þú sóttir þau síðast er hægt að uppfæra gögnin með einföldum hætti.

Staðan

Efst á spjaldinu er hægt að finna ítarleg gögn um fjárhagsstöðu fyrirtækisins með tilliti til lánshæfis og vanskila. Hægt er með auðveldum hætti að bæta völdu fyrirtæki við í vöktun, annað hvort með tilliti til lánshæfis og vanskila eða breytinga á högum fyrirtækisins.

Upplýsingar úr fyrirtækjaskrá

Undir Upplýsingum úr fyrirtækjaskrá er hægt að sækja Gildandi skráningu fyrirtækis. Þar er hægt að finna upplýsingar um helstu aðstandendur félags, tilgang, skráð hlutafé og hverjir skipa stjórn félagsins.

Breytingar úr fyrirtækjaskrá er hægt að sjá með skýrum hætti þar sem hver og ein breyting er dregin upp með myndrænum hætti. Einnig er hægt að kalla eftir stöðu fyrirtækis gagnvart fyrirtækjaskrá á ákveðninni dagsetningu.

Til að sækja Skönnuð skjöl er hægt að smella á „Skjöl frá fyrirtækjaskrá“ og sjá yfirlit yfir þau skjöl sem standa til boða í tímaröð. Hvert og eitt skjal er hægt að sækja með því að smella á „Sækja“.

Ársreikningar

Hægt er að sækja skönnuð frumrit af ársreikningum og sérstaka samantekt sem inniheldur upplýsingar úr ársreikningum fyrirtækja fimm ár aftur í tímann. Með því að sækja innslegna ársreikninga sex ár aftur í tímann er hægt að sjá myndrænt yfirlit yfir rekstrarsögu fyrirtækis auk þess sem hægt er að sækja tölur úr ársreikningi á Excel sniði til frekari úrvinnslu.

Viljir þú sækja eldri ársreikninga er hægt að sjá yfirlit yfir alla skannaða ársreikninga sem eru fáanlegir hjá Creditinfo með því að smella á „Eldri skannaðir ársreikningar“.

Eignarhald og tengsl

Hjá Creditinfo er hægt að nálgast ítarlegar upplýsingar um eigendur íslenskra fyrirtækja og tengsl þeirra. Strax á viðskiptaspjaldinu er hægt að sjá hversu margir þekktir hluthafar og endanlegir eigendur eru skráðir fyrir félagi.

Endanlegir eigendur hafa að geyma upplýsingar um þann eða þá aðila sem raunverulega eiga tiltekið fyrirtæki og hversu stóran hluta hver og einn eigandi á. Athygli er vakin á því að með því að sækja skýrslu um Endanlega eigendur fæst skýrsla um hluthafa í kaupbæti.

Skýrsla um hlutafélagaþátttöku inniheldur upplýsingar um tengsl einstakra aðila við félög sem skráð eru í hlutafélagaskrá og Tengslaskýrsla sýnir samantekt á upplýsingnum um tengsl framkvæmdastjóra og stjórnarformanns félags við önnur félög. Nánari upplýsingar þær skýrslur sem standa til boða um eignarhald og tengsl félaga hjá Creditinfo og í hvaða tilgangi er best að nota þær.

Upplýsingar um eignarhluti félags í öðrum fyrirtækjum og eignarhlut þess í fasteignum og ökutækjum eru aðgengilegir undir „Eignir“.

Fjölmiðlaupplýsingar

Líkt og áður er hægt að sjá yfirlit yfir nýjustu fréttir um fyrirtæki á viðskiptaspjaldi en því til viðbótar sést myndrænt yfirlit yfir þróun á tíðni frétta á sl. 12 mánuðum. Fjölmiðlavakt Creditinfo vaktar umfjöllun í útvarpi, sjónvarpi, blöðum og netmiðlum og er því verðmætt tól sem heldur þér og þínu starfsfólki upplýstu um fréttir sem skipta ykkur máli.

Hafðu samband ef einhverjar spurningar vakna um Þjónustuvef Creditinfo eða aðrar vörur.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna