No items found.

Nýr þjónustuvefur Fjölmiðlavaktarinnar

18.6.2020

Fjölmiðlavakt Creditinfo hefur fengið uppfærðan þjónustuvef. Á þjónustuvefnum er hægt að nálgast allt vaktað efni, leita í gagnagrunni Fjölmiðlavaktarinnar og margt fleira á einum stað. Nýr þjónustuvefur Fjölmiðlavaktarinnar er nú aðgengilegur á sama stað og hægt er að nálgast fjárhagsupplýsingar frá Creditinfo.  

Nýr og betri þjónustuvefur Fjölmiðlavaktarinnar svarar kalli fjölmargra viðskiptavina Creditinfo um að geta haft betri yfirsýn yfir vaktað efni og fleiri möguleika á greiningum á fjölmiðlaefni. Með nýjum þjónustuvef nýtist Fjölmiðlavaktin enn betur við að stýra orðspori þíns fyrirtækis.  

Í myndbandinu hér fyrir neðan er farið yfir þjónustuvefinn og allt það sem hann hefur upp á að bjóða:

https://vimeo.com/422473246

Kennslumyndband um þjónustuvef Fjölmiðlavaktarinnar

Yfirlit yfir nýjungar

Þjónustuvefur Fjölmiðlavaktarinnar aðgengilegur á sama stað og fjármálaupplýsingar frá Creditinfo 

Áskrifendur Creditinfo geta nú nálgast fjölmiðlaupplýsingar á sama stað og fjármálaupplýsingar. Þjónustuvefur Fjölmiðlavaktarinnar verður ekki lengur á sérstökum vef heldur er hann aðgengilegur á þjónustuvef Creditinfo. 

Tíðnigreining á vöktuðu fjölmiðlaefni 

Upplýsingar um þróun á tíðni fjölmiðlaumfjöllunar um vaktað efni verða núna aðgengilegar á þjónustuvefnum.   

Hægt að sækja fjölmiðlaefni í Excel 

Hægt er að greina enn betur fjölmiðlaumfjöllun með því að hlaða niður öllum helstu upplýsingum um vaktað efni á Excel sniði.  

Gröf sem sýna tíðni frétta eftir miðlum 

Á nýjum þjónustuvef er hægt að sjá tölfræði yfir fjölda frétta um hvert og eitt leitarorð í vaktinni og hvernig vaktað efni skiptist eftir miðlum. Þannig er hægt að greina með einföldum hætti hvaða fjölmiðlar fjalla mest um þau fyrirtæki/leitarorð sem þú ert að vakta. Gröfin eru gagnvirk, en það þýðir að hægt er að smella á súlurnar til að afmarka leitina.  

Betri yfirsýn yfir fréttaskor 

Áskrifendur að fréttaskori fá ítarlega skiptingu á fjölda frétta eftir mikilvægi þeirra ásamt þróun yfir tíma. Gröfin eru gagnvirk, en það þýðir að hægt er að smella á súlurnar til að fá yfirlit yfir þær fréttir sem eru í hverjum og einum flokki fréttaskorsins.  

Betri yfirsýn yfir innihaldsgreiningar 

Áskrifendur að innihaldsgreiningu frétta sjá greinargott yfirlit yfir fjölda jákvæðra og neikvæðra frétta og þróun á þeim yfir tíma. Gröfin eru gagnvirk en það þýðir að hægt er að smella á súlurnar til að afmarka leitina eftir hverjum og einum greiningarflokki.  

Greining á fréttaskori og innihaldsgreiningu 

Áskrifendur að bæði innihaldsgreiningu og fréttaskori sjá skýrt yfirlit yfir hversu margar fréttir eru jákvæðar eða neikvæðar sem hafa jafnframt mikið vægi fyrir fyrirtækið sem er vaktað.  

Skýrari framsetning á fréttaefni 

Hægt er að sjá upplýsingar um dagsetningu fréttar, í hvaða miðli fréttin var birt ásamt fyrirsögn og stuttum inngangi. Þar að auki sést skýrt hvaða leitarorð komu fyrir í fréttinni ásamt niðurstöðum innihaldsgreiningar og fréttaskors.  

Skýrt yfirlit yfir vaktað efni 

Á nýrri stillingarsíðu er hægt að sjá skýrt yfirlit yfir þá lögaðila sem skráðir eru í vakt auk þeirra leitarorða sem skráð eru á vaktina.  

Ný og betri leitarvél 

Hægt er að leita að fréttaefni ýmist í vöktuðu efni eða í öllum gagnabanka Fjölmiðlavaktarinnar. Í leitarvél Fjölmiðlavaktarinnar er hægt að leita í öllum fréttum úr dagblöðum, sjónvarpi og útvarpi frá 1.mars 2005. Einnig eru aðgengilegar fréttir allra stærstu netmiðla landsins frá 1. janúar 2010. Ný leitarvél sýnir yfirlit yfir tíðni frétta auk yfirlits yfir þá miðla sem hafa fjallað mest um valið leitarorð.

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef einhverjar spurningar um Fjölmiðlavaktina vakna. Smelltu hér til að óska eftir prufuaðgangi að Fjölmiðlavaktinni. 

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna