Fréttir
Fréttir af Creditinfo

Opinber heimsókn forseta Íslands til Creditinfo í Georgíu

12.3.2024

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lauk nýlega opinberri heimsókn til Georgíu þar sem hann heimsótti meðal annars skrifstofu Creditinfo í Georgíu.

Heimsókninni var ætlað að efla tengsl Ísland og Georgíu, meðal annars með aukini samvinnu á sviði loftslagsmála og grænna lausna. Með forseta í för voru Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, Nótt Thorberg, forstöðumaður Grænvangs, og sendinefnd fulltrúa úr viðskiptalífinu en þeirra á meðal var Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóra Creditinfo á Íslandi.

Í heimsókninni tók Alexander Gomiashvili, framkvæmdastjóri Creditinfo í Georgíu á móti hópnum og ræddi um starfsemi Creditinfo í Georgíu ásamt Hrefnu Ösp sem fræddi viðstadda um starfsemi Creditinfo á alþjóðavísu.

Creditinfo Group hefur starfsemi í yfir 30 löndum víðs vegar um heiminn og yfir 400 starfsmenn.

Hér er hægt að lesa nánar um heimsókn forseta Íslands.  

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ásamt Alexander Gomiashvili, framkvæmdastjóra Creditinfo í Georgíu
Alexander Gomiashvili, framkvæmdastjóri Creditinfo í Georgíu ávarpar sendinefnd forseta Íslands.
Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Þú hefur verið skráður í fréttabréf hjá Creditinfo
Oops! Something went wrong while submitting the form.