Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lauk nýlega opinberri heimsókn til Georgíu þar sem hann heimsótti meðal annars skrifstofu Creditinfo í Georgíu.
Heimsókninni var ætlað að efla tengsl Ísland og Georgíu, meðal annars með aukini samvinnu á sviði loftslagsmála og grænna lausna. Með forseta í för voru Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, Nótt Thorberg, forstöðumaður Grænvangs, og sendinefnd fulltrúa úr viðskiptalífinu en þeirra á meðal var Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóra Creditinfo á Íslandi.
Í heimsókninni tók Alexander Gomiashvili, framkvæmdastjóri Creditinfo í Georgíu á móti hópnum og ræddi um starfsemi Creditinfo í Georgíu ásamt Hrefnu Ösp sem fræddi viðstadda um starfsemi Creditinfo á alþjóðavísu.
Creditinfo Group hefur starfsemi í yfir 30 löndum víðs vegar um heiminn og yfir 400 starfsmenn.