No items found.

Skilvirk innheimta

26.9.2019

Innheimtukerfi Creditinfo sparar bæði tíma og vinnu við löginnheimtu.

Skilvirk innheimta krefst skilvirkra lausna. Innheimtukerfi Creditinfo heldur utan um löginnheimtu og býður upp á samþættingu við gögn sem styðja við innheimtuna. Kerfið er einfalt í notkun, aðgengilegt á vefnum og veitir nauðsynlega yfirsýn við löginnheimtu.

Kerfið er ómissandi tól fyrir þá sem vilja halda utan um færslur og útreikninga krafna og upplýsingar um þá aðila sem málunum tengjast. Kerfið leysir eldra kerfi, IL+ af hólmi en hægt er að flytja gögn úr því kerfi yfir í það nýja.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá yfirlit yfir helstu kosti og eiginleika innheimtukerfs Creditinfo:

Tenging við kröfupott (Nýtt)

Kröfur sem búið er að stofna í viðskiptabanka flæða beint inn í innheimtukerfið. Þannig er hægt að spara tíma við innslátt auk þess sem dregið er úr líkunum á mannlegum mistökum.

Uppboðsvakt (Nýtt)

Notendur innheimtukerfisins geta nú vaktað uppboð á fasteignum fyrir innheimtuaðila. Hægt er að melda fyrirhuguð uppboð á fasteignum sem eru skráð sem veð í kerfum notenda. Innheimtukerfið útbýr tengingu við kröfuna í kerfi notanda og dagbókarfærslu fyrir uppboðið. Einnig er hægt að vakta öll uppboð á fasteignum.

Tenging við Þjóðskrá og Fyrirtækjaskrá

Hægt er að nálgast allar helstu upplýsingar um tengda aðila úr Þjóðskrá og Fyrirtækjaskrá til að auðvelda skráningu krafna.

Tenging við gögn Creditinfo

Innheimtukerfið er tengt við alla helstu gagnastrauma Creditinfo, s.s. vanskilaskrá, eignaleit og hlutafélagaskrá. Hægt er ða kanna stöðu aðila sem tengjast kröfum í vanskilaskrá og senda inn mál til skráninga sé þess þörf.

Innheimtukerfi Creditinfo er nútímalegt og skilvirkt innheimtukerfi fyrir lögmenn sem leysir IL+ af hólmi. Kerfið er auðvelt í notkun og aðgengilegt á vefnum þannig að öll þróun og breytingar skila sér beint til notenda. Innheimtukerfið heldur utan um löginnheimtu og býður uppá samþættingu við aðra þjónustu Creditinfo, svo sem vanskilaskrá, eignaleit, hlutafélaga- og þjóðskrá.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna