No items found.

Slæmt veður í fjölmiðlum

13.2.2020

Aldrei hefur verið fjallað jafn mikið um viðvörunarkerfi Veðurstofunnar eins og síðastliðna mánuði samkvæmt mælingum frá Fjölmiðlavakt Creditinfo. Viðvörunarkerfið skiptist í gular, appelsínugular og rauðar viðvaranir eftir samfélagslegum áhrifum veðurfars. Rauðar viðvar­an­ir eru hæsta stig og boða mik­il sam­fé­lags­leg áhrif af veðri en gul­ar viðvar­an­ir eru lægsta stig.

Viðvörunarkerfi Veðurstofunnar var tekið upp í nóvember árið 2017. Frá þeim tíma hefur mest verið fjallað um „gular viðvaranir“. Það hugtak kom 292 sinnum fyrir í síðasta mánuði á meðan „appelsínugular viðvaranir“ hafa komið fyrir í 203 fréttum á sama tímabili. Fram að þeim tíma var mesta fjölmiðlaumfjöllun um viðvörunarkerfið í febrúar árið 2018 þar sem „gul viðvörun“ kom fyrir í 101 frétt. Eins og sést á myndinni hér fyrir neðan þá hefur umfjöllunin verið nokkuð árstíðarbundin frá því að kerfið var tekið í notkun árið 2017.

Heimild: Fjölmiðlavakt Creditinfo

Miðað við fréttir síðustu daga er útlit fyrir að enn meira verði fjallað um viðvörunarkerfið í núverandi mánuði. Eins og sést á myndinni hér fyrir neðan, sem sýnir fjölmiðlaumfjöllun um viðvörunarkerfið frá 1. janúar til 12. febrúar árið 2020, þá var mest fjallað um gular og appelsínugular viðvaranir 13. janúar síðastliðinn. Þá voru fluttar 40 fréttir þar sem „appelsínugular viðvaranir“ komu við sögu og 23 fréttir um „gular viðvaranir“.

Heimild: Fjölmiðlavakt Creditinfo

Viðvörunarkerfi Veðurstofunnar byggir á alþjóðlegum staðli þar sem alvarleiki væntanlegs veðurs er metinn í þremur litum – gulum, appelsínugulum og rauðum. Litur viðvörunar ákvarðast bæði á mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs og af líkum á því að spáin gangi eftir. Nánari upplýsingar um viðvörunarkerfi Veðurstofunnar er að finna á vef Veðurstofunnar.

Vilt þú vakta umfjöllun fjölmiðla um þitt fyrirtæki? Fjölmiðlavakt Creditinfo vaktar umfjöllun í útvarpi, sjónvarpi, blöðum og netmiðlum og er því verðmætt tól sem heldur þér og þínu starfsfólki upplýstu um fréttir sem skipta ykkur máli.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna