No items found.

Stjórnarvakt Creditinfo

15.6.2021

Mikil ábyrgð hvílir á þeim sem sinna stjórnarsetu í fyrirtækjum og til þess að geta sinnt stjórnarhlutverki af heilindum er nauðsynlegt fyrir stjórnarmenn að þekkja þau fyrirtæki vel sem þeir setja í stjórnum hjá.  

Í nýjustu útgáfu af leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja kemur fram að stjórnarmenn skulu „óska eftir og kynna sér öll þau gögn og upplýsingar sem þeir telja sig þurfa til hafa fullan skilning á rekstri félagsins og til að taka upplýstar ákvarðanir“.  

Það getur því skipt sköpum fyrir stjórnarmenn að hafa góða yfirsýn yfir allar nauðsynlegar upplýsingar um þau fyrirtæki sem þau hafa umsjón með.  

Upplýsingaflæðið getur þó verið mikið og það getur verið flókið að grisja út þær upplýsingar sem skipta máli, sérstaklega ef setið er í stjórnum fleiri en eins fyrirtækis.  

Með Stjórnarvakt Creditinfo geta stjórnarmenn nálgast nauðsynlegar fjárhags- og fjölmiðlaupplýsingar um þau fyrirtæki sem þeir sitja í stjórnum hjá svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir.   

Stjórnarvakt Creditinfo vaktar eftirfarandi breytingar og skilar þeim til áskrifenda í tölvupósti:

Fréttir um fyrirtæki og samkeppni

Með Stjórnarvakt Creditinfo gefst þér kostur á að vakta umfjöllun fjölmiðla um það félag sem þú situr í stjórn hjá ásamt helstu samkeppnisaðilum. Fréttir um fyrirtækin sem þú vilt fylgjast með berast þér í pósti eftir því sem þær berast og eru einnig aðgengilegar á þjónustuvef Creditinfo. Þannig er hægt að tryggja góða yfirsýn yfir þær upplýsingar sem skipta máli fyrir stjórnarfundi.

Breytingar á högum fyrirtækis

Stjórnarvaktin gerir þér viðvart þegar breytingar verð á högum þess fyrirtækis sem þú situr í stjórn hjá ásamt breytingum á högum samkeppnisaðila. Tilkynningar berast í tölvupósti eftir því sem þær berast en á meðal þess sem er vaktað er eftirfarandi: 

  • Nýr ársreikningur
  • Breyting á endanlegum eigendum ef eignahlutur fer undir eða yfir 25% í viðkomandi félagi 
  • Breytingar á stjórn
  • Breytingar á framkvæmdastjórn
  • Breyting á nafni fyrirtækis
  • Breyting á lögheimili
  • Breytingar á eignarhaldi
  • Nýr eignarhlutur fyrirtækis
  • Breytingar á prókúru
  • Athugasemdir við skráningu í hlutafélagaskrá

Samanburður á fyrirtæki við önnur félög

Áskrifendur að Stjórnarvakt Creditinfo býðst sérsniðin samanburðaskýrsla sem sýnir þróun helstu rekstrartalna þeirra fyrirtækja sem setið er í stjórn hjá í samanburði við samkeppnina. Í skýrslunni sést meðal annars: 

  • Þróun lánshæfismats í samanburði við samkeppnisaðila
  • Lykiltölur síðustu 5 ára úr rekstri
  • Endanlegir eigendur fyrirtækjanna
  • Samanburð á þróun starfsmannafjölda síðustu 5 ára
  • Stjórnarmeðlimi og framkvæmdastjóra fyrirtækjanna
  • Ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum

Hafðu samband ef þú vilt fá aðgang að Stjórnarvakt Creditinfo

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna