No items found.

<strong>Hvernig Áreiðanleikakönnun Creditinfo greiðir leiðina fyrir viðskiptavinum Arion banka</strong>

17.11.2022

Arion banki hefur haft það fyrir stefnu um árabil að bjóða upp á snjallar og traustar fjármálalausnir sem skapa viðskiptavinum, hluthöfum og samfélaginu öllu verðmæti til framtíðar. Til að tryggja að lausnir Arion banka séu snjallar og notendavænar hefur bankinn m.a. leitað til Creditinfo varðandi gögn og hugbúnaðarlausnir sem efla viðskiptasambönd þeirra.

Á meðal þeirra lausna sem Arion banki hefur nýtt með góðum árangri er Áreiðanleikakönnun Creditinfo. Að sögn Silju Valdemarsdóttur, forstöðumanns á fyrirtækjasviði Arion banka, hefur Áreiðanleikakönnun Creditinfo haft í för með sér mikinn tímasparnað fyrir starfsfólk. „Áður var mikil handavinna fólgin í því að hringja á eftir upplýsingum og slá þær inn handvirkt,“ segir Silja. „Það fylgir því mikill sparnaður í tíma og peningum að notast við Áreiðanleikakönnun Creditinfo.“

Skýrir ferlar og áreiðanleg gögn

Með Áreiðanleikakönnun Creditinfo er hægt að nálgast á einum stað helstu upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að framkvæma áreiðanleikakönnun á viðskiptavinum. Samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka ber tilkynningarskyldum aðilum, líkt og fjármálafyrirtækjum, að framkvæma slíka athugun. Til að framkvæma áreiðanleikakönnun er þörf á því að ferlar séu skýrir og að gögn séu áreiðanleg.

Einfaldara fyrir viðskiptavini

Að sögn Silju voru áreiðanleikakannanir Arion banka á fyrirtækjasviði að mestu unnar með handvirkum hætti fyrir upptöku Áreiðanleikakönnunar Creditinfo. „Ferlið okkar var á þá leið að við sendum hlekk á viðskiptavini þar sem við báðum þá um að svara spurningum og öfluðum beint upplýsinga um rekstur þeirra,“ segir Silja. „Þetta var tímafrekt og varð til þess að við þurftum að ónáða viðskiptavinina. Eftir að við fórum að nota Áreiðanleikakönnun Creditinfo þurfum við að ónáða viðskiptavini mun minna vegna þess að nauðsynlegar upplýsingar eru þar á einum stað. Við náum þá að minnka hópinn af viðskiptavinum sem við þurfum að kanna nánar og erum með uppfærðar upplýsingar um flesta viðskiptavini okkar hverju sinni. Það er líka miklu einfaldara fyrir viðskiptavini okkar að hafa sínar upplýsingar aðgengilegar á einum stað hjá Creditinfo svo að ferlið verður skilvirkara. Við getum því einbeitt okkur að jaðartilvikum sem krefjast frekari athugunar.“

Minnkar handavinnu

Arion banki nýtir Áreiðanleikakönnun Creditinfo í gegnum vefþjónustu og segir Silja að með því að nýta skýrslur frá Creditinfo um viðskiptavini sína hafi bankinn sparað mikla vinnu og minnkað umfang verulega. „Við sækjum upplýsingar beint frá Creditinfo í gegnum vefþjónustu og getum auðveldlega skilað upplýsingum til regluvörslunnar,“ segir Silja að lokum.

Hafðu samband ef þú vilt fá kynningu á Áreiðanleikakönnun Creditinfo fyrir þitt fyrirtæki.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Þú hefur verið skráður í fréttabréf hjá Creditinfo
Oops! Something went wrong while submitting the form.