No items found.

Þjónustuvefur: Ný framsetning á safninu

26.9.2019

Með breytingum á framsetningu safnsins fæst betri yfirsýn og greining á stöðu viðskiptavina í viðskiptasafninu. Jafnframt býðst að miðla greiðsluhegðun viðskiptavina og þannig opnast ný sýn á greiðsluhegðun viðskiptavina þar.

Safnið skiptist nú í tvær síður, yfirsýn og safn.

Yfirsýn gefur heildaryfirlit yfir stöðu þeirra viðskiptamanna sem áskrifandi er með vaktaða í sínu safni.

Safn birtir upplýsingar um alla aðila í safni.

1. Staðan:

Staðan sýnir skiptinguna í áhættuflokka. Talningin sýnir fjölda aðila í hverjum flokki og hvert hlutfallið er af safni áskrifanda. Hægt er að smella á hvern flokk fyrir sig og opnast þá safnið, afmarkað eftir því hvað var valið. Til að uppfæra vakt er smellt á uppfæra og þá birtist val til að hlaða inn skjali eða slá inn kennitölur.

Gögn eru einungis birt fyrir flokkana mjög áhættulítið, lítil áhætta, möguleg áhætta og mikil áhætta ef lánshæfismat er vaktað. Á myndinni hér að neðan er lánshæfismat einstaklinga ekki vaktað sem skýrir tóma flokka í þeirri línu.

Skjámynd úr Viðskiptasafninu sem sýnir stöðu safnsins

Hnappurinn vakthólf opnar glugga með lista yfir allar kennitölur sem eru í vaktinni. Til að sjá hversu margar kennitölur eru í, hversu stórt vakthólfið er, dagsetningu síðustu tilkynningar og dagsetningu síðustu uppfærslu vakthólfs er smellt á uppfæra.

2. Greiðsluhegðun:

Gögn yfir greiðsluhegðun birtast einungis þeim sem miðla greiðsluhegðunarupplýsingum inn í viðskiptasafnið.

Þá opnast sýn á:

  • fjölda aðila með tvo eða fleiri útistandandi reikninga
  • fjárhæð útistandandi reikninga
  • fjárhæð komin fram yfir eindaga

Jafnframt er hægt að setja kennitölur á útilokunarlista og þannig koma í veg fyrir að upplýsingar um greiðsluhegðun viðkomandi aðila til þín verði miðlað áfram inn í kerfið.

Skjámynd úr Viðskiptasafninu

3. Vaktin:

Í töflunni vaktin eru tilkynningar um breytingar á stöðu þeirra viðskiptavina (síðustu 24 klst) sem áskrifandi vaktar sérstaklega í safninu sínu.

Nú eru breytingar birtar í einni töflu í stað þess að skipta í tvennt breytingum á lánshæfismati og vanskilum. Myndin hér að neðan sýnir að örin er rauð þegar lánshæfi aðila versnar en græn þegar það batnar.

4. Safnið:

Síðan Safnið birtir upplýsingar um alla aðila sem áskrifandi er með í sínu safni. Blá bjalla táknar að viðkomandi er í vöktun og ef lánshæfismat er vaktað þá skila breytingar á því sér í vaktina og í greiningarnar á síðunni yfirsýn. Hægt er að smella á hnappinn afmarka til að opna valmöguleikana sem sjást hér að neðan til að vinna með gögnin í safninu.

Viðskiptasafnið gerir fyrirtækjum kleift að vakta breytingar sem kunna að verða hjá samstarfsaðilum og viðskiptavinum í því skyni að stýra betur áhættu. Vertu viss um að þú nýtir þér kosti safnsins til fulls. Ef frekari spurningar um viðskiptasafnið vakna hvetjum við þig til að hafa samband.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna