No items found.

Tölfræði um íslensk ferðaþjónustufyrirtæki

8.5.2019

Creditinfo hefur unnið tölfræði um rekstarniðurstöðu íslenskra fyrirtækja fyrir Íslandsbanka

Greining Íslandsbanka gaf nýlega út skýrslu um Íslenska ferðaþjónustu þar sem rýnt er í þróun greinarinnar og stöðu hennar. Creditinfo hefur í samstarfi við Íslandsbanka tekið saman tölfræði um rekstrarniðurstöðu í íslenskri ferðaþjónustu. Þetta er í annað sinn sem Creditinfo hefur unnið að slíkri samantekt fyrir Íslandsbanka.

Í samantektinni vann greiningardeild Creditinfo sérstaka skilgreiningu á ferðaþjónustufyrirtækjum þar sem leitast var við að endurspegla þá starfsemi sem fyrst og fremst höfðar til erlendra ferðamanna.

Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að á árinu 2017 námu rekstrartekjur ferðaþjónustunnar 425 milljörðum króna og jukust þær um 10% frá fyrra ári. EBITDA-framlegð greinarinnar minnkaði hins vegar á sama tíma úr 17% í 11,6%.

Athygli vekur að rekstrartekjur 13 stærstu fyrirtækjanna í ferðaþjónustunni námu um 245 milljörðum króna eða sem nemur 58% af heildartekjum greinarinnar. Það þýðir að 1% fyrirtækja í ferðaþjónustunni er með rúman helming allra tekna greinarinnar.

Nánar er rýnt í tölfræðina í skýrslunni sjálfri en kaflann um rekstarniðustöður ferðaþjónustufyrirtækja er að finna á síðu 57.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna