No items found.

Upplýsingar úr Fjölmiðlavaktinni lykilmælikvarði innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur

25.4.2022

Orkuveita Reykjavíkur sinnir fjölbreyttri orkuþörf heimila, fyrirtækja og stofnana í gegnum fjögur dótturfélög – Veitur, Ljósleiðarann, Orku náttúrunnar og Carbfix. Starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur snertir þúsundir einstaklinga á degi hverjum og því reynist stjórnendum fyrirtækisins nauðsynlegt að hafa greinargóða yfirsýn yfir þá fjölmiðlaumfjöllun sem berst um fyrirtækið.

Orkuveita Reykjavíkur hefur verið áskrifandi að Fjölmiðlavakt Creditinfo til fjölda ára og stjórnendur fyrirtækisins nýta hana daglega til að fylgjast með fjölmiðlaumfjöllun um félög samstæðunnar. Breki Logason, forstöðumaður Samskipta- og samfélagssviðs hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir tölfræði úr Fjölmiðlavaktinni vera lykilmælikvarða innan samstæðu Orkuveitunnar. „Tölfræðin nýtist sérstaklega vel sem samfélagslegur mælikvarði,“ segir Breki. „Við höfum nýtt upplýsingar úr Fjölmiðlavaktinni í okkar mælaborð til stjórnenda. Þá getum við kynnt fjölmiðlaumfjöllun um Orkuveituna og tengd félög til stjórnenda. Við notum líka tölvupóstana frá Fjölmiðlavaktinni á hverjum degi til að fylgjast vel með nýjustu umfjöllun hverju sinni.“

Nýtist vel við að gera upp árið

Eiríkur Hjálmarsson, sjáflbærnistjóri Orkuveitunnar, bætir því við að Fjölmiðlavaktin nýtist sérstaklega vel þegar verið er að gera upp árið í starfsemi samstæðunnar. „Þá horfum við sérstaklega til þess hvernig fjallað var um fyrirtæki í Orkuveitusamstæðunni á árinu. Þ.e. fjöldi frétta, hversu margar voru jákvæðar og neikvæðar. Þetta nýtist vel samhliða mælingum á vörumerkinu, vefsíðunni og samfélagsmiðlunum,“ segir Eiríkur.

Glöggar upplýsingar tímanlega

Fjölmiðlavaktin vaktar umfjöllun í útvarpi, sjónvarpi, blöðum, netmiðlum og samfélagsmiðlum og er því nýtt af mörgum fyrirtækjum við stýringu orðspors. Breki segir meldingar frá Fjölmiðlavaktinni í tölvupósti hjálpa mikið til við að stýra orðspori Orkuveitunnar. „Það að geta fengið glöggar upplýsingar um það tímanlega hvernig er fjallað um okkur í ritstýrðum fjölmiðlum skiptir mjög miklu máli,“ segir Breki. „Ekki bara til að geta lesið upplýsingarnar og brugðist við heldur líka til að lesa stöðuna í þjóðfélaginu. Ekki bara staðreyndir, heldur hvaða tilfinningar eru í gangi og hvernig er umræðan almennt.“

Minnkar handavinnu

Viðskiptavinum Creditinfo býðst að fá sérsniðna skýrslu sem sýnir fjölmiðlaumfjöllun liðins árs um sitt fyrirtæki. Í Fjölmiðlaskýrslunni er hægt að sjá þróun á fjölda frétta samanborið við árið á undan, skiptingu frétta á milli fjölmiðla og hvernig fyrirtækið stendur í samanburði við sambærileg félög. Einnig er hægt að sjá yfirlit yfir kynjaskiptingu viðmælenda í fréttatímum ljósvaka en Eiríkur segir þær upplýsingar hjálpa Orkuveitunni við að framfylgja jafnréttisstefnu samstæðunnar. „Við viljum ekki að það séu bara karlar eða bara konur sem koma fram fyrir hönd fyrirtækisins og þess vegna er gott að hafa skýran mælikvarða um þessa kynjaskiptingu sem krefst ekki mikillar handavinnu af okkur,“ segir Eiríkur.

Gott að hafa hlutlausan mælikvarða

Að sögn Breka fylgjast flestir stjórnendur í samstæðu Orkuveitunnar með fjölmiðlaumfjöllun um sín fyrirtæki með aðstoð Fjölmiðlavaktarinnar. Tölfræði úr Fjölmiðlavaktinni er síðan miðlað af samskiptateymi Orkuveitunnar til stjórnenda með miðlægum hætti. Breki segir hlutlægar upplýsingar um umfjöllun fjölmiðla skipta miklu máli í hans starfi. „Tilfinningin getur svikið þig svo illilega þegar litið er yfir fjölmiðlaumfjöllun liðins árs. Þú getur verið með einhverja tilfinningu fyrir því hvernig fjölmiðlar hafa fjallað um þig yfir eitthvað tímabil sem getur verið svo fjarri sannleikanum. Ein frétt getur haft mikil tilfinningaleg áhrif á fólk en gefur ekki endilega rétta mynd af því hvernig fjölmiðlaumfjöllun er almennt. Þess vegna er gott að hafa Fjölmiðlavaktina sem hlutlausan mælikvarða yfir hvernig fjölmiðlaumfjöllunin er í raun og veru.“

Ef frekari spurningar um Fjölmiðlavaktina vakna hvetjum við þig til að hafa samband

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna