No items found.

Viðskiptasafnið: Hvernig uppfæri ég vaktina?

3.12.2019

Til að Viðskiptasafnið nýtist sem best skiptir máli að hafa hana uppfærða með tilliti til núverandi viðskiptavina. Hér fyrir neðan fylgja nákvæmar leiðbeiningar um þær leiðir sem eru færar til að bæta við og fjarlægja kennitölur af vakthólfinu þínu.

https://vimeo.com/405033011

Þegar þú opnar Viðskiptasafnið getur þú séð yfirlit yfir allar þær kennitölur sem eru í vakthólfinu þínu með tilliti til lánshæfis og vanskila. Fyrir ofan „Stöðuna“ á þínu safni hefur þú val um að „Uppfæra“ vakthólfið þitt. Þar getur þú annars vegar valið um að „Slá inn kennitölur“ og hins vegar um að „Hlaða inn skjali“.

Leið 1.

„Slá inn kennitölur“

Þegar þú hefur valið að „Slá inn kennitölur“ blasir eftirfarandi valmynd við þér:

Hér getur þú slegið inn stakar kennitölur í vakthólfið. Ef þú vilt bæta við fleiri en einni kennitölu þá þarftu að hafa kommu á milli þeirra.

Dæmi:

1234567891,1234567892,1234567893 ...

Þegar þú hefur lokið við að slá inn þær kennitölur sem þú vilt bæta við þá smellir þú á „Staðfesta“ til að bæta þeim við á vaktina þína.

Taktu eftir því hvað þú ert með heimild fyrir mörgum kennitölum í vakt með þinni áskriftarleið. Smelltu hér ef þú vilt fá upplýsingar um stækkun vakthólfs.  

Leið 2.

Hlaða inn skjali

Þegar þú hefur valið að „Hlaða inn skjali“ blasir eftirfarandi valmynd við þér:

Hér getur þú sent inn skjal á forminu .txt, .csv eða .xlsx. Ef skráin er á forminu .xlsx þurfa kennitölurnar að vera í fyrsta dálk skjalsins. Ef skráin er á forminu .txt eða .csv þurfa kennitölurnar að vera aðskildar með kommu.

Ef þú ert aðeins að bæta við kennitölum á vakthólfið þitt þá er mikilvægt að eyða ekki fyrri kennitölum úr vakthólfinu.

Ef þú vilt hlaða inn heildarlista af öllum þeim kennitölum sem þú vilt vakta þá hakar þú við að eyða fyrri kennitölum úr vaktinni. Þá fara allar þær kennitölur sem ekki eru á listanum úr vaktinni, kennitölur sem voru í vaktinni halda áfram í vöktun og nýjar kennitölur bætast við.

Taktu eftir því hvað þú ert með heimild fyrir mörgum kennitölum í vakt með þinni áskriftarleið. Smelltu hér ef þú vilt fá upplýsingar um stækkun vakthólfs.  

Leið 3

Bæta við kennitölu á fyrirtækjaspjaldi.

Hægt er að skrá fyrirtæki í vakt þegar þú ert með fyrirtækjaspjaldið opið á þjónustuvefnum. Þá smellir þú á „Setja í vakt“ efst í hægra horninu yfir grunnupplýsingum um fyrirtækið. Að því loknu velur þú hvort þú viljir bæta fyrirtækinu við í Fyrirtækjavaktina eða í Viðskiptasafnið.

Með því að smella á „Setja í vakt“ hefur þú valmöguleika um að bæta þessu tiltekna fyrirtæki í Viðskiptasafnið, í Fyrirtækjavaktina eða í báðar vaktir. Smelltu hér ef þú vilt frekari upplýsingar um Fyrirtækjavaktina og möguleika hennar.

Taktu eftir því hvað þú ert með heimild fyrir mörgum kennitölum í vakt með þinni áskriftarleið. Smelltu hér ef þú vilt fá upplýsingar um stækkun vakthólfs.  

Hér getur þú fundið nánari upplýsingar um Viðskiptasafnið og hvernig hægt er að nýta hana til fulls.

Ef frekari spurningar um Viðskiptasafnið vakna hvetjum við þig til að hafa samband.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna