Í sjö ár hefur Creditinfo veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir sjálfbærni þeim fyrirtækjum sem þykja skara fram úr á því sviði í hópi Framúrskarandi fyrirtækja. Sjálfbærni skiptir okkur miklu máli og við trúum því að öll Framúrskarandi fyrirtæki þurfi að huga að sjálfbærni með markvissum hætti. Hvatningarverðlaununum er því ætlað að draga fram fyrirmyndirnar sem geta verið öðrum hvatning á þessu sviði. Verðlaunin eru veitt á sama tíma og listinn er gerður opinber ár hvert.
Steypustöðin hlaut hvatningarverðlaun um framúrskarandi framtak á sviði umhverfismála árið 2024.
Í umsögn dómnefndar kemur fram að Steypustöðin hafi lagt mikla vinnu í að efla sjálfbærnivegferð sína og að fjárfesta í umhverfisvænni lausnum, rafvæðingu og nýjum aðgerðum til þess að draga úr kolefnislosun.
Krónan hlaut hvatningarverðlaun um framúrskarandi framtak um nýsköpun á sviði sjálfbærni 2024.
Verðlaunin hlýtur fyrirtækið fyrir Heillakörfuna, sérstaka lausn í Krónuappinu sem veitir notendum tækifæri til að safna stigum fyrir vörur sem eru bæði þeim sjálfum og umhverfinu til heilla.
„Ég er mjög ánægður með þessa vottun og þá möguleika sem hún gefur. Ég hef aldrei auglýst mitt fyrirtæki og hef engan áhuga á að vera áberandi, en það sem þetta hefur gefið mér er að fyrirtækið hefur notið talsvert meiri trúverðugleika í samskiptum við nýja viðskiptamenn og sérstaklega samningum við nýja birgja.Traust hvað varðar greiðslukjör hefur snarstyrkst við þessa viðurkenningu.Takk fyrir mig.“